Dagur eitt púnktur

529_nyja%20rikisstjornin Þá er nýja ríkisstjórnin tekin við. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út á næstu misserum. Það sem er brýnast að mínu mati er að svara fólki á landsbyggðinni hvort vilji sé til að halda henni í byggð, á öllum svæðum ekki bara stærstu svæðunum. Einnig þarf að koma krónunni niður og lækka vextina.  Það er athyglisvert að heyra kvað hljóðið hefur breyst í Samfylkingarfólki nú á síðustu dögum. Það er nefnilega komið í ljós að ástandið var ekki eins slæmt og sumir vildu vera láta fyrir kosningar. Kristján Möller var í útvarpinu í morgun þar sem hann sagði að það hefði margt gott verið gert í tíð Sturlu Böðvarssonar í samgönguráðuneytinu. Það var vitað fyrir kosningar þó að Kristján hafi verið manna duglegastur að gagnrýna Sturlu. Það verður erfitt fyrir Kristján að gera betur.

null

Guðni Ágústsson segist ekki treysta neinum betur en Einari Kristni til að taka við landbúnaðarráðuneytinu, ég er sammála Guðna. Einar hefur gert góða hluti í sjávarútvegsráðuneytinu og verður ekkert í vandræðum með landbúnaðinn líka. Jóhanna Sigurðardóttir á eflaust eftir að standa sig vel í nýja velferðarráðuneytinu, hefur gríðarlega reynslu eftir langa þingsetu auk þess sem velferðarmál hafa verið hennar helsta baráttumál. Guðlaugur Þór er orðinn heilbrigðisráðherra, þar er kominn efnilegur stjórnmálamaður sem á örugglega eftir að standa sig vel í erfiðu ráðuneyti. Ég vona að það þýði ekki að heilbrigðiskerfið verði einkavætt. Björgvin G verður viðskiptaráðherra, hann talar um að hitta stór nöfn úr viðskiptalífinu til að setja sig vel inn í málefni. Hann er óskrifað blað í þessu finnst mér. Erfði ríki Margrétar Frímannsdóttur en tapaði tveimur mönnum og er verðlaunaður með ráðherrasæti.

AEQGQQ2CA3W0QRKCAW92NE1CALS35XNCA9JRINJCAPVX1CZCAG1IW10CAGAB5MQCAFNXGXXCAZADLCZCA01S2IECA7H6KYZCAA4LD5QCA7SW88VCA468OVSCAD2LFV4CAU9IDUTCAQE8XDWCAUQ5INVCAYNHTTS

 Þórunn Sveinbjörnsdóttir fær rjúpulöppina sem Össur skildi eftir í umhverfisráðuneytinu, vonandi að það sé ekki merki um friðun rjúpunnar. Hún er helsti talsmaður Samfylkingarinnar í umhverfismálum og því fyrsti kostur formannsins. Össur er gamall pólitískur refur sem getur sett sig í hvaða hlutverk sem er og verður ekkert í neinum vandræðum með iðnaðar og byggðamálaráðuneytið. Ingibjörg er einnig með mikla reynslu og verður snögg að setja sig inn í mál í sínu ráðuneyti. Þeir fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sem áfram sitja hafa sannað hvað þeir hafa fram að færa. Nú er bara spurning hvernig þeir þingmenn sem hafnað var í ráðherrakapplinum rekast í þinginu, það er greinilegt að nokkrir þingmenn úr hvorum flokk voru ekki par ánægðir með niðurstöðuna, og það að varaformaður Samfylkingarinnar sé ekki ráðherra er vægast sagt stórundarlegt og pólitískt áfall fyrir Ágúst Ólaf.

Framtíðin ber margt í skauti sér......


mbl.is Ný ríkisstjórn tekin við völdum - lagt á djúpið í herrans nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband