Hvort velur hann þjóðina eða ríkisstjórnina

Honum er vandi á höndum forsetanum. Sá sem á stærsta þáttinn í að koma vinstri flokkunum til valda gæti líka orðið sá sem losar okkur við þau. Það vita allir sem vilja vita að hann gerði allt sem hann gat eftir að ríkisstjórn Geirs Haarde fór frá að koma Samfylkingu og VG saman. Nú verður hann að velja á milli þjóðarinnar annarsvegar og skilgetins afkvæmis  síns hins vegar.

Öllu jöfnu ætti það að vera létt verk en fyrri yfirlýsingar Ólafs koma honum nú í vanda. Hann sagði í haust að hann samþykkti þáverandi Icesave lög vegna þess að fyrirvarar komu frá þinginu. Nú hafa hugleysingjarnir sem eru í meirihluta Alþingis fellt þá fyrirvara út. Ólafur hefur nú blaðað í þessu í fimm daga og ekki komist að niðurstöðu ennþá. Hann er ekki sá vinsælasti hjá þjóðinni þessa dagana en gæti lappað upp á álitið ef hann hlustaði á þjóð sína. En ég er ekki viss um að hann muni gera það.

Ólafur Ragnar er fyrst og fremst pólitískur refur og verður aldrei annað í mínum huga. Hann er ekki það sameiningartákn sem þjóðin þarf á að halda nú í raunum sínum. Þess vegna efast ég um að hann synji lögunum, en lifi þó í voninni að hann geri það.

Það er farsælast fyrir þjóðhöfðingja að hlusta á þjóð sína.

Nei við Icesave......


mbl.is Hitti Jóhönnu og Steingrím
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smá ábending.  Ef ÓRG skrifar ekki undir og ef þjóðin greiðir atkvæði gegn nýju lögunum þá taka Icesave-lögin frá því í sumar gildi.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:37

2 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Núna er kanski ágætt að hugleiða hvað Vigdís hefði gert.

Sigurður Jón Hreinsson, 4.1.2010 kl. 23:08

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Siggi og gleðilegt ár.

Já það er gott að hugleiða það. Vigdís hefði allavega ekki haldið þjóðinni svona lengi í lausu lofti. Þar sem að Vigdís var ekki pólitíkus eins og ÓRG þá hefði hún sjálfsagt samþykkt lögin. En húnhafði traust þjóðarinnar, og hefði örugglega ekki glatað því hvort sem hún hefði skrifað undir eða ekki.

Ingólfur H Þorleifsson, 5.1.2010 kl. 06:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband