Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar í hnotskurn.

Fólki verður það ljósara með hverjum deginum sem líður að þessi ríkisstjórn er ekki, hefur ekki og mun ekki, gera neitt það sem kemur fólki til hjálpar í því ástandi sem uppi er. Jafnframt hefur fólk séð að allt tal um að hrunið sé Sjálfstæðisflokknum og stefnu hans síðustu ár að kenna er rugl. Allur fagurgali þeirra frá því fyrir kosningar er gleymdur, og sanfæringin horfin út í hafsauga. Spilaborgirnar hrynja allt í kringum heilaga Jóhönnu og Skallagrím.

Verst er þó að sá skaði sem orðið hefur frá 1. febrúar af völdum þeirra tveggja gerir ástandið mun verra en ella. Þar er helst aumingjaskapurinn í Icesave deilunni sem stendur uppúr.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný......


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Páll Jakobsson

Jónas Kristjánsson skrifaði þetta:

Þriðjungur er firrtur
Ef satt er, að þriðjungur þjóðarinnar styðji sjálfan hrunflokkinn, er ekki von á góðu. Sjálfstæðisflokkurinn gat af sér einkavinavæðingu bankanna og eftirlitsleysi af hugmyndafræðilegum ástæðum. Hann gat af sér bankastjórana og Bjöggana, sem gáfu okkur IceSave. Hann gat af sér Davíð seðlabankastjóra, sem kostaði ríkið 350 milljarða og Geir forsætis, sem kostaði 280 milljarða. Allt þetta ár hefur flokkurinn staðfastlega neitað að taka þátt í að hreinsa upp skítinn eftir sig. Skoðanakönnun sagði í gær, að þriðjungur kjósenda sé svo firrtur, að hann styðji flokkinn. Lengra getur vesöld Íslands ekki náð.


Held að þetta sé velorðað hjá Jónasi. Kemur hvorki Steingrími eða Jóhönnu við. Eins og sumir halda.

Jón Páll Jakobsson, 20.9.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband