Kosningavetur.

Fyrsti fundur bæjarmálafélags sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ á þessu hausti var í kvöld. Mjög góð mæting var á fundinn og fjölmargir tóku til máls. Eftir fundinn er þó eitt sem stendur uppúr. Miklar breytingar verða á framboðslista sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ því tveir reynslu mestu bæjarfulltrúarnir tilkynntu að þeir hygðust hætta eftir þetta kjörtímabil. Rúmlega 25 ára samanlögð reynsla af sveitarstjórnarmálum er ekki tekin upp af götunni, en það er þó ljóst að sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ hafa yfir að ráða stórum hópi frambærilegs fólks sem mun fylla þeirra skörð.

Það er því öruggt að allir þeir sem hafa stutt okkur hingað til geta gert það áfram vitandi það að í sterkustu liðunum eru öflugustu varamennirnir. Það eru því spennandi tímar framundan.

Hafið mikla þökk fyrir ykkar störf.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband