Klaufalegt val á aðstoðarmanni.

Miðað við þetta hérna þá hefði Gylfi Magnússon getað vandað sig betur við að velja sér aðstoðarmann. Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að vera ósvífinn gagnvart fólkinu í landinu sem heldur í þá veiku von að ástandið batni, og spillingarliðið fari frá. Getur mögulega verið að í þeim stóra hópi viðskipta og hagfræðinga sem úr var að velja hafi engin verið skárri en þessi fyrrverandi hagfræðingur greiningadeildar Landsbankans.

Það voru jú greiningadeildirnar sem kepptust við að ljúga að þjóðinni að allt væri í himnalagi fram á síðasta dag. Viðskiptaráðherra hlýtur að þurfa að útskýra þetta val sitt.

 Svör óskast.....


mbl.is Aukin upplýsingaskylda banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Ég er alveg sammála þér Ingólfur. Það nær ekki nokkurri átt að hnoða fyrrverandi starfsmönnum bankanna í háar stöður, þar sem þeir hugsanlega geta haft áhrif til að draga úr vandræðum sínum vegna fyrri gjörða eða aðgjörðaleysis. Þá skiptir engu "þekking þeirra á bankamálum". Það koma margir fleiri til greina og Gylfi veit það vel. Þetta hlýtur að vera einhvers konar þjónkun. Hvers vegna, Gylfi?

Magnús Óskar Ingvarsson, 4.8.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Páll Blöndal

Hvílikur aulaskapur.
jafnvel þó þessi maður væri sá færasti á sínu sviði þá á hann ekki heima í þessari stöðu eftir að hafa skitið svona hressilega upp á bak.

Jæja best að fara að pakka.

Páll Blöndal, 4.8.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband