Fullkomlega eðlileg niðurstaða.

Það þýðir ekki Þorgerður að láta eins og þetta komi þér á óvart. Þú sem annar af forystumönnum flokksins undanfarin ár veist vel hvers vegna fylgið hrinur af flokknum. Og svo eftir að þetta nýjasta mál er komið upp þá má nær örugglega gera ráð fyrir að fylgið dali enn frekar. Þar kemur að því að þú og þeir sem að þessu komu þurfið að axla ábyrgð.

Við hinir almennu flokksmenn út um allt land sem nú í miðri kosningabaráttu reynum að benda fólki á hvers vegna það á að kjósa flokkinn, munum ekki sitja undir því að vera sökuð um spillingu og mútuþægni. Ef þér og hinum sem bera þessa ábyrgð er hins vegar eitthvað umhugað um gengi flokksins í framtíðinni þá skuluð þið axla ábyrgð strax. Það dugar ekki lengur að segjast ekki vita hvað var í gangi, það trúir því ekki nokkur maður.

Því fyrr því betra.....


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver borgar kúlulánið hennar Þorgerðar?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: B Ewing

Þetta eru langbestu og skynsömustu skrif sem ég hef séð frá Sjálfstæðismanni í meira en áratug. 

Þangað til allir í forystu FLokksins axla ábyrgð, víkja, hætta afskiptum af stjórnmálum alfarið og láta eftirmenn sína ekki "redda" sér þægilegri stöðu sem gerir þá ekki of áberandi þá mun ég berjast fyrir algeru pilsnerfyldi D-listans til frambúðar.

Þangað til lít ég á Sjálfstæðismenn sem spillta, veruleikafirrta mútuþega í íslenskum stjórnmálum og fláráða eiginhagsmunaseggi sem hygla ríkum á kostnað snauðra.

Heill skrifum þínum en ég kýs þig alls ekki !

B Ewing, 9.4.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Enda er ég ekki í framboði B Ewing. Við munum bogna við þetta en það er langt frá því að grasrót flokksins muni brotna. Flokkurinn er  mun stærri en þessir nokkru sauðir sem hafa skaðað hann.

Ingólfur H Þorleifsson, 10.4.2009 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband