8.3.2009 | 18:32
Vika er langur tími í pólitík.
Það er ekki nema tvennt sem kemur til greina. Annað hvort hafa veikindi hennar horfið til verri vegar á einni viku, sem ég vona svo sannarlega að sé ekki ástæðan, og óska henn velfarnaðar í sinni baráttu. Mér finnst aftur á móti mun líklegra að á þessari viku hafi samherjar hennar komið henni í skilning um að hún yrði að víkja flokksins vegna. Það hefði bara ekki gengið upp hjá henni að halda áfram. Skrifaði reyndar um þetta fyrir nokkrum dögum og sjá má hérna.
Það hefur komið skírt fram á undanförnum dögum að að fólki finnst þetta jaðra við valdníðslu að setja sig og félagana í efstu sætin, og halda áfram þrátt fyrir kröfur um endurnýjun. Ingibjörg er án efa einn af þeim stjórnmálaleiðtogum sem standa uppúr á Íslandi. Það verður erfitt fyrir nýjan leiðtoga að halda saman fjölbreyttum hópi fólks í Samfylkingunni.
Rétt ákvörðun.....
Ingibjörg Sólrún hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.