Góublót.

góublJá þá er komið að því að Súgfirskir karlar bjóði konum sínum á góublót. Síðustu 3 vikur hefur farið fram mjög strangur undirbúningur, bæði hvað varðar skemmtinefnd og húsnefnd. Á morgun verður svo komið að þessu öllu. Það er búið að setja gamla félagsheimili súgfirðinga í sparifötin og mála allt og þrífa. Það voru hollvinasamtök félagsheimilisins sem séð hafa um það.

Skemmtinefnd er svo búin að æfa upp dagskrá þar sem margt ber á góma. Það hefur löngum þótt hneisa að komast ekki á blað á þeirri sýningu. Menn hafa haft á orði að nú ættu þeir ekkert eftir nema drepast, það hefði ekki verið minnst á þá á blótinu.

Það verður gaman að sjá hvernig til tekst á morgun. Skráning er með besta móti og vonandi að sá sem öllu ræður úthluti okkur góðu veðri svo allir komist á leiðarenda. Set hér með mynd sem Palli Önna tók síðast þegar karlar buðu til góublóts.

Góða skemmtun......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband