Vinstri mönnum er tíðrætt um vilja þjóðarinnar.

20090209kosningar_2 

Það er öruggt mál að Sjálfstæðisflokkurinn mun taka ábyrgð á því sem að hann gerði rangt. Ég er aftur á móti ekki að sjá að allir flokkar séu tilbúnir í það. Ef tekið er mið af þessari könnun sem Ísland í dag gerði þá hefur þjóðin fyrirgefið Sjálfstæðisflokknum. Fólk þurfti ekki nema viku af vinstri stjórn til að gera sér grein fyrir að það verður Sjálfstæðisflokkurinn sem leiðir okkur út úr þessari kreppu.

Fólk hefur gert sér grein fyrir því að þetta ástand er ekki Sjálfstæðisflokknum eða stefnu hans að kenna, heldur er þetta á alheimsvísu. Það sem að Sjálfstæðisflokkurinn er sekur um var að sofa á verðinum og leyfa bönkunum að stækka um of. Stefna Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklinga til athafna hefur ekkert með þessa kreppu að gera.

Það veit þjóðin.....


mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn mun fram í rauðan dauðann berjast gegn því að bera ábyrgð gerða sinna. Ef að sjálfstæðismenn væru ærlegir og heiðarlegir myndu þeir að sjálfsögðu axla sína ábyrgð með því að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og biðja þjóðina fyrirgefningar á ódæðum sínum. Það vefst ekki fyrir einum einasta meðalgreindum manni með sjón á báðum augum að allar forsendur fyrir tilvist Sjálfstæðisflokksins eru hrundar til grunna og hugmyndafræðilega er flokkurinn núll og nix og úti er um auðvaldstrix.

En það er náttúrlega borin von að sjálfstæðisgrýlurnar sjái sóma sinn í að leggja samtök sín niður. Sú ríkisstjórn sem tekur við að loknum kosningum í vor mun að sjálfsögðu ganga í málið og leysa Sjálfstæðisflokkinn upp eins og gert með útlendum þjóðum við þjóðhættulega skipulagða hópa.

Jóhannes Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það sem var að, var EES samningurinn og sá andbyr sem allir gagnrýnendur á EES samninginn hafa fengið frá klappstýrum útrásarinnar.

EES samningurinn leyfði alla útrásina hjá bönkunum og íslensk stjórnvöld hefðu einungis geta komið í veg fyrir hana með því að setja íslenskum bönkum skorður sem væri samkeppnishindrandi innan evrópska efnahagssvæðisins. eitthvað sem við hefðum þurft. 

en EES og ESB eru heilög goð margra. 

Fannar frá Rifi, 9.2.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband