1.2.2009 | 16:50
Minnihlutastjórn um ekki neitt.
Þá liggur það fyrir eftir tíu daga viðræður (og baktjaldaplott þar áður) að það liggur ekki fyrir neinn listi um hvað á að gera. Hann verður kynntur í næstu viku. Það sem er minnst á í fréttinni er bara almennt orðalag eins og "að slá skjaldborg um heimilin" og "koma atvinnulífinu aftur í gang".
Ég er ansi hræddur um að það eigi eftir að verða saga þessa minnihlutasamkrulls að það muni ekki koma neinu í verk þessa daga sem þau hafa fram að kosningum. Og að endingu þá er það að setja Kolbrúnu Halldórsdóttur í umhverfisráðuneytið það allra versta sem hægt er að gera í ástandi eins og nú er. Það má þá ekki hrófla við þúfu án þess að allt verði vitlaust. Núna dugar ekkert nema að framleiða eins og hægt er.
Sorgleg staðreynd.....
![]() |
Slá skjaldborg um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
láttu ekki svona. það er víst tilgangur með minnihlutastjórninni. núna í kosningunum geta menn slegið sig upp með nafnbótinni, ráðherra.
Fannar frá Rifi, 1.2.2009 kl. 16:56
Þetta er dæmt til að mistakast hjá þeim
Bjarki Á, 1.2.2009 kl. 17:02
Kemur í ljós.
Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:52
http://visir.is/assets/doc/XZ57121.DOC
ættir kannski að kíkja á aðra miðla en ruv og moggann!! verkefnaskráin er út um allt þeir eru bara svo bissy við að segja EKKI frá neinu á ríkismiðlunum eru búnir að vera svo upptekknir við að sleikja upp gömlu stjórnina að þeir gleymdu þeirri nýju.. here you go!!
Elín (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.