21.1.2009 | 20:23
Kemur hreinsunarstarfið Framsókn að gagni.
Ég verð að viðurkenna það að ég var ánægður með að Framsóknarflokkurinn væri að byrja frá grunni að endurvekja trúverðugleika sinn. Hvernig hann hefur tekið á sínum málum undanfarið er að mínu mati það eina sem hægt var í stöðunni. Kannski spyr einhver hvers vegna ég sjálfstæðismaðurinn er svona ánægður með það. Það er því best að það komi fram strax að ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að fara í sömu hreingerningu fljótlega.
Mér sýnist á öllu að ef að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að enda sem einn af smáflokkunum þá sé þetta óhjákvæmilegt. Það þarf að skipta um fólk í forystu okkar sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn verður að viðurkenna sín mistök og byggja upp til framtíðar. Setja fram áætlun sem sýnir fólki fram á að hann eigi að vera forystuafl í uppbyggingunni sem fram undan er. Ég bind því vonir við að sjálfstæðisfólk hafi kjark til að tjá hug sinn á landsfundinum sem hefst í næstu viku, og gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru.
Sigmundur Davíð stimplar sig hressilega inn í pólitíkina á Íslandi. Ekki ætla ég að úttala mig um þetta tilboð hans, eða hvort að það verður til góðs. Er á þeirri skoðun að kosningar fyrr, en í fyrsta lagi í haust væru slæm niðurstaða fyrir alla.
En það er ljóst að það verður að kjósa fyrr en 2011.....
Vill verja minnihlutastjórn falli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hreinsunareldur gott mál, en ætlar ný kjörinn formaður Framsóknar að taka til á öllum stöðum. Við verðum að átta okkur á því að margir úr röðum hans flokks er meðal þessarra fjárglæframanna sem eru svo oft nefndir.
Ég er sammála þér Ingólfur að taka þarf til í Sjálfstæðisflokknum.
Þorleifur Helgi Óskarsson, 21.1.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.