Hörður og skæruliðarnir.

Atburðir síðustu sólarhringa eru ekki til að auka álit mitt á Herði Torfasyni. Hann er jafn veruleikafyrtur og Steingrímur J. Hann talar um hversu illa ríkisstjórnin hefur staðið sig. Hann hvetur til mótmæla, og vill svo ekki kannast við óþekku börnin. Steingrímur aftur á móti er svo ófyrirleitinn í sínum málflutningi að það hálfa væri nóg. Hann vill skila peningunum frá IMF. Þrátt fyrir að allflestir séu sammála um að það hafi verið loka úrræðið í stöðunni. Hann hefur engar lausnir fram að færa í efnahagsumræðunni nema skattahækkanir. Hann og hans meðreiðarsveinar hafa verið á móti í öllum málum, þrátt fyrir að hafa engar lausnir til að leggja fram í staðinn.

Það þíðir ekkert fyrir Hörð að vilja ekki óþekku börnin. Það er hann sem hefur hamrað á því að fólk mæti og mótmæli. Að mínu áliti ber hann ábyrgð á því ástandi sem verið hefur í Reykjavík undanfarið og á að svara fyrir það. Það er algerlega ólýðandi að lögreglumenn séu grýttir og fluttir slasaðir á sjúkrahús, að reynt sé að kveikja í Alþingishúsinu og stjórnarráðinu.Steininn tók svo úr í dag þegar partur af byltingarhernum hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra. Hvað halda þessir menn að þeir séu.  það er svo spurning út af fyrir sig, hvers vegna í fjandanum er ekki búið að handtaka Hörð Torfason fyrir landráð og múgæsingu.

Í þeim löndum sem þeir horfa helst til þ.e. Kúpu og Kína væru kommúnistarnir búnir að gera eitthvað róttækt í málinu, svo mikið er víst.

Skæruliðaforingi......


mbl.is Á þriðja hundrað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Guð hvað þetta var upplýsandi færsla hjá þér.

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Það hlaut að vera Sjálfstæðis maður sem hefur gaman af að sleikja rassinn á Geir sem þetta skrifaði, Ert þú kannski í spillingarliðinu.

Steinar Immanúel Sörensson, 22.1.2009 kl. 22:17

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er gott að þú ert vel upplýstur Hilmar minn, Ekki veitir af.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.1.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Spoken like a true fascist!

Mikið er nú gott að þú skulir hafa séð þetta svona vel alla leið frá Ísafirði. Hvenær komst þú annars síðast til Reykjavíkur kallinn minn?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það var nú haft á orði þegar ég var ungur að betri væru bleikir barmar en brúnir þarmar. Þið getið séð um rassasleikingar fyrir mér. Ég er hins vegar gjörspilltur, hvað annað.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.1.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Já kannski höfuðkúpunni á lögreglumanninum sem fékk 3 kílóa hellu í hausinn í nótt. Þið getið verið stolt af því. Hvað varðar Reykjavíkurferðir mínar þá skal það viðurkennt að ég reyni að koma eins sjaldan til borgarinnar og ég mögulega get.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.1.2009 kl. 22:26

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þér til upplýsingar, Ingólfur, þá hefur Hörður Torfason notað aðstöðu sína á Austurvelli til að hvetja ítrekað á hverjum einasta fundi til stillingar og mótmæla án ofbeldis eða skemmdarverka.

Sigurjón Árnason bankastjóri lýsti þeirri kynslóð sem var burðarásinn í bankabólunni í viðtali í Krónikunni þannig að hún væri gersamlega hömlulaus og hann meinti það sem hól.

Allir kannast við það algjöra hömluleysi og agaleysi, sem veður oft uppi á útisamkomum hér á landi. Nú þarf tíma hömluleysisins að ljúka og 99% mótmælenda sýnir með framkomu sinni að þeir vilja það.

99% mótmælendur á Austurvelli eru fulltrúar þeirra tugþúsunda Íslendinga sem ekki tóku þátt í hinum efnahagslega fylleríspartíi sem nú hefur endað með því að íslenskt efnahagslíf er brotið og bramlað.

Ég og aðrir í þessum hópi mótmælenda teljum okkur eiga rétt á því að koma niður á Austurvöll, hlusta á ræður og flauta og berja á potta og pönnur án þess að stjaka við nokkrum manni eða áreita.

En Ingólfur telur greinilega að við eigum að halda okkur heima svo að þöggunin um hið raunverulega ástand þjóðfélagsins verði ekki rofin.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2009 kl. 23:18

8 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ómar.

Ég hef marg oft tekið fram hér að ég hef ekkert að athuga við það fólk sem mótmælir friðsamlega. þessi fáu % sem skera sig úr eru afleiðing hinna mótmælanna. Fyrir þeim stendur Hörður Torfason.

Og við Svein Elías þá vil ég segja það að ég hef nákvæmlega ekkert á móti hommum. Allt tal um annað er bull.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.1.2009 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband