Hættum að styrkja björgunarsveitirnar segir Jón Magnússon.

flugeldarJón Magnússon þingflokksformaður Frjálslynda flokksins sendi björgunarsveitum landsins kaldar kveðjur í útvarpinu í morgun. Þar hvatti hann landsmenn til að kaupa ekki flugelda í ár. Hvað það er sem fær þingmanninn til að kippa fótunum undan helstu fjáröflun hjálparsveitanna, er mér hulin ráðgáta.

Björgunarsveitir á Íslandi að vinna frábært starf við leit og björgun, við hin verstu skilyrði oft á tíðum. Það þarf varla að taka það fram að það er allt unnið í sjálfboðavinnu. þess vegna hvet ég alla sem ráð hafa á að versla flugelda í ár, og styrkja áfram hjálparsveitirnar á landinu.

Kaldar nýárskveðjur......


mbl.is Flugeldasalan hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Ingólfur það verður einhverstaðar undan að láta fólk hefur ekki endalausan pening í dag. Fyrir jól er almenningur hvattur til að gefa til velferðaþjónustu. 8000 þúsund manns voru í biðröð eftir að fá jólamat. Þúsundir eru að missa vinnu og húsnæði sitt. Og svo verður allt vitlaust ef það á ekki að brenna peningum í sprengjum. Væri ekki í lagi að skoða aðrar aðferðir til að fjármagna Björgunarsveitir í svona árferði. Það væri kannski ráð hjá ríkisstjórninni þinni að koma að þessum málum og þeir ættu auðveldlega að geta hagrætt hjá sér og láta þá peninga ganga til þessara mála. 

Rannveig H, 28.12.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það eru sjónarmið útaf fyrir sig. Það er bara vitað að þeir sem ekki hafa peninga kaupa ekki flugelda. Ríkið er að leggja peninga til Landsbjargar á hverju ári og vissulega mætti það vera meira. Ég fer samt ekkert ofan af því að þetta eru undarleg skilaboð hjá þingmanninum, hefði t.d. verið mun sniðugra að segja fólki að kaupa ekki áfengi um áramótin. Þar er verið að setja peninga í álíka gagnlausa hluti.

Hvað varðar hagræðingu hjá ríkisstjórninni "minni" þá er nú búið að hagræða all hressilega og sér ekki fyrir endan á því. Ekki hafa nú allir verið svo sáttir við það hefur mér sýnst.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.12.2008 kl. 17:39

3 Smámynd: Frank Magnús Michelsen

150% verðhækkun milli ára er ekki hvetjandi í til flugeldakaupa. Gott og vel að þetta sé helsta fjáröflun björgunarsveita en græðgi er ekki góð. Og björgunarsveitirnar eru gráðugar í sinni verðlagningu.

Frank Magnús Michelsen, 28.12.2008 kl. 18:19

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þú sérð hækkunina vegna þess að þú kaupir þetta bara einu sinni á ári. Það er fullt af hlutum sem þú kaupir í hverri viku sem hafa hækkað um það sama. Flugeldar eru allir fluttir inn og þar liggur verðhækkunin. En það sem eftir stendur er að fólk hefur val með flugeldana. Það sama er ekki að segja um alla hluti sem við þurfum að kaupa. En sé samt ekki tilganginn með því að hvetja fólk til að kaupa þá ekki.

Ingólfur H Þorleifsson, 28.12.2008 kl. 18:28

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góð grein hjá þér Ingólfur. 

Þetta er bara í ætt við annað bull sem frá Jóni hefur komið. 

Hver á að sækja hann upp á fjöll eða út á sjó þegar hann lendir í vandræðum.  Sem gamall björgunarsveitarmeðlimur veit ég að þar á bæ velta menn fyrir sér hverri krónu og sala flugelda er mikilvægasti liðurinn í fjáröflun björgunarsveitanna. Þar er ekki farið óvarlega með peninga, a.m.k. var það ekki í minni björgunarsveit.  Hún stóð hinsvegar vaktina allan sólarhringinn.

Jón Magnússon á að biðjast afsökunar og skammast sín fyrir þessi ummæli.  Hann hefur greinilega aldrei staðið vaktina.

Sigurður Sigurðsson, 28.12.2008 kl. 20:47

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þessi umræða er með endemum Ingólfur. Ráðlegging um sparnað í dæmaskyni er ekki atlaga að seljanda. Fjármögnun björgunarsveita er eitt og flugeldasala er annað. Mér finnst alveg fráleitt að björgunarsveitir skuli þurfa að fjármagna sig með þessum hætti. Málð er að styrkja björgunarsveitir myndarlega en leggjast ekki í stóru vörn fyrir eyðslu almennings

Jón Magnússon, 29.12.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband