Gleðileg Jól.

christmas-candlelight-living-desktop

Aðventan og jólin nú í ár verða að mörgu leiti öðruvísi en undanfarin ár. Gríðarleg umskipti  í efnahagsmálum þjóðarinnar skila sér inn á heimilin. En hvað sem öllu krepputali líður þá koma jólin eftir sem áður. Jólin eru sá tími sem fjölskyldan kemur saman og  fagnar fæðingu frelsarans.

Í núverandi ástandi mun eflaust skipta enn meira máli en áður að eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Jólin þarf fólk að nota til að byggja sig upp fyrir komandi stundir. Hvergi er betra að gera það en í faðmi fjölskyldunnar. Við Íslendingar erum duglegt og harðgert fólk sem hefur búið lengi á þessu litla landi. Þessi stormur gengur yfir eins og allir aðrir, og við munum standa sterk á eftir.

Látum jólin snúast um að vera með börnunum, förum í messu og hlustum á fallegan söng, njótum jólaljósanna og hátíðleikans. Það þarf ekki digra sjóði til að eiga góðar stundir með sínum nánustu um jól og áramót. Tökum fagnandi á móti nýja árinu sem mun færa okkur jafn mörg tækifæri og hin fyrri.

 

Gleðileg Jól.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Már Þorsteinsson

Algjörlega sammála þessu Ingó minn. Það er allt hægt aftur, það höfum við Íslendingar sýnt og sannað. Tökum aftur fram vinnuvettlingana og hefjumst handa eftir áramót :) "einn fyrir alla, og allir fyrir einn"

Jólakveðja.

Gaui og co.

Guðjón Már Þorsteinsson, 23.12.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband