Ályktun fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins að flýta landsfundi flokksins um hálft ár. Vegna gjörbreyttra aðstæðna í þjóðfélaginu er full þörf á að endurskoða stefnumálin varðandi efnahagslífið, gjaldeyrismál og stöðu Íslands gagnvart á alþjóðavettvangi.  

Fulltrúaráðið er sammála því að Evrópumálin verði skoðuð sérstaklega með starfrækslu sérstakrar Evrópunefndar en leggur um leið þunga áherslu á að allir möguleikar í erlendu samstarfi verði skoðaðir, ekki einungis möguleg innganga í Evrópusambandið. Allir möguleikar í myntsamstarfi eða einhliða upptöku myntar verði einnig skoðaðir ofan í kjölinn. Fulltrúaráðið furðar sig á því að enginn landsbyggðarmaður sé í hópi 14 verkstjóra málefnaflokka Evrópunefndarinnar. 

Þau tímabundnu vandamál sem þjóðin stendur frammi fyrir í efnahagsmálunum mega ekki verða til þess að hrapað verði að fljótfærnislegum ákvörðunum varðandi ein stærstu mál sem þjóðin stendur frammi fyrir.Sjálfstæðisstefnan hefur í áratugi verið burðarásinn í vegferð þjóðarinnar til bættra lífskjara og þrátt fyrir mikinn tímabundinn vanda í efnahagslífinu hefur sú vegferð verið farsæl og aukið frelsi Íslendinga til athafna.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ leggur áherslu á að hagsmunir þjóðarinnar eru samofnir hagsmunum sjávarútvegarins og ráðstöfunarréttur þjóðarinnar yfir auðlindum sínum hlýtur að ráða því hvort til álita kemur að Ísland fari í aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ hvetur Geir H. Haarde formann Sjálfstæðisflokksins til að bregðast við hótunum ráðherra samstarfsflokksins í ríkisstjórn og boða frekar til alþingiskosninga, en að láta undan dulbúnum hótunum, þar sem reynt er að hafa áhrif á væntanlegar ályktanir næsta landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

Ingólfur Þorleifsson, formaður stjórnar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ.....


mbl.is Fleiri en ein tillaga ef ekki næst samstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvað eruð þið margir eftir Sjallarnir í fulltrúaráðinu ?

"Sjálfstæðisstefnan hefur í áratugi verið burðarásinn í vegferð þjóðarinnar til bættra lífskjara og þrátt fyrir mikinn tímabundinn vanda í efnahagslífinu hefur sú vegferð verið farsæl og aukið frelsi Íslendinga til athafna".

Ertu að grínast Golli eða voruð þið á skallanum ?

Níels A. Ársælsson., 21.12.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband