Nú mun reyna á húsbóndann.

IMG_0814Næsta vika verður sérkennileg að mörgu leyti hér á heimilinu. Ég verð einn með börnin í viku. Frúin er á leið vestur til Ameríku í vinnuferð á næsta laugardag. Það er óhætt að segja að það verður öðruvísi hér þegar hún er ekki heima. Frá því í byrjun febrúar árið 2000 höfum við ekki verið lengur aðskilin en tvo sólarhringa.

Einkasonurinn 7 ára er strax byrjaður að skipuleggja nammikvöld á hverju kvöldi. Veit nú ekki hvers vegna hann heldur að ég sé svona eftirgefanlegur, kannski talar hann af reynslu. Hann er líka búinn að ákveða að systir hans 13 ára sjái um flest það sem að mamma hans gerir öllu jöfnu, og það er nú ansi margt hér innandyra. Ég var nú að reyna að segja honum að ég gæti nú sett í þvottavélina og jafnvel eitthvað fleira. Held að honum hafi ekkert litist allt of vel á það, en þetta leit betur út þegar ég hafði fullvissað hann um að leiðbeiningarnar væru á íslensku.

Ekki hafði hann meiri trú á hæfileikum föður síns í eldhúsinu. Hann laumaði því að mér að við gætum nú alltaf farið til ömmu ef við yrðum svöng. Það er öruggt að þar fáum við eitthvað gott. Hann er líka búinn að setja mömmu sinni fyrir hvernig Star wars flaugar hún á að kaupa í Ameríku, og það er ekki stuttur listi.

En ég hef fulla trú á að við klárum okkur vel, og Frúin geti verið áhyggjulaus vestur í Obamaríkjunum.

Lýsir yfir vantrausti á heimilisföðurinn......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Hahaha rétt hjá honum að skipuleggja þetta aðeins.  Sé hann alveg fyrir mér að velta þessu fyrir sér og skipta niður verkum.

Gangi þér annars bara vel og skilaðu kveðju til Oddnýjar og krakkanna að ógleymdum Spána mínum.

Lilja Einarsdóttir, 27.11.2008 kl. 10:15

2 Smámynd: Róbert Guðmundur Schmidt

Þið plummið ykkur örugglega vel í kotinu. En það er vissulega mikil breyting fyrir ykkur ef húsfrúin hefur ekki farið frá ykkur nema í 2 daga í öll þessi ár. Bið að heilsa frænku og frænda

Ps. hvernig væri að fá smá pistil og myndir frá þér Golli um skötuveisluna hjá Valla? Það væri frábært að geta birt það á sudureyri.blog.is

Kveðja

Robbi

Róbert Guðmundur Schmidt, 28.11.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband