Brot gegn valdstjórninni.

483964Ég hef af og til lesið dóma yfir fólki sem hefur verið dæmt fyrir brot gegn valdstjórninni. Það hefur verið dæmt fyrir að hindra starf lögreglunnar, hrækja á lögreglumenn, slá lögreglumenn eða bíta svo dæmi séu tekin. Síðasta sólarhringinn hefur margt verið skrifað um mótmæli við lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðbrögð lögreglu. Mér finnst undarlegt að lesa hjá sumum að það sé allt í lagi að brjóta upp hurðir og rúður á lögreglustöð. Flokkast það ekki undir brot gegn valdstjórninni. Heldur þetta fólk að vegna þess að það er reiði í samfélaginu þá sé allt í lagi að brjóta landslög.

Hvernig getur fólk verið hissa á að lögregla noti piparúða þegar nokkrir tugir brjóta sér inngöngu á lögreglustöðina. Held að þeir sem fara fyrir svona árásum á lögreglustöðvar megi gera ráð fyrir að fá gusu í andlitið. Lögleg mótmæli eru af hinu góða og eiga fullan rétt á sér. Svona skrílslæti varpa hins vegar skugga á þann fjölda sem mótmælir friðsamlega.

Húsbrot.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Tími friðsælla mótmæla er því miður liðinn. Valdstjórnin ein ber ábyrgð á því en ekki fólkið sem er að mótmæla.

Valdstjórnin hefur komist upp með það í áraraðir að hundsa vilja fólksins með kúgun, félagslegu, andlegu og fjárhagslegu ofbeldi.

Lögin um kvótakerfið eru besta vitnið um þetta sem ég segi. Valdstjórnin hefur hvað eftir annað pantað niðurstöðu úr Hæstarétti sér í vil gegn þjóðinni.

Nú er þolimæði þjóðarinnar á þrotum og fátt annað sem bíður en óeyrðir og gríðarleg róstur í meiri mæli en sögur herma á Íslandi.

Níels A. Ársælsson., 23.11.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Þarna er ég sammála þér ingólfur. Bjóst fólk virkilega við einhverju öðru þegar það brýtur allt og bramlar á lögreglustöð. Það er frekar hægt að kalla þetta væg viðbrögð, í öðrum löndum hefði eflaust verið brugðist við af mun meiri hörku.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 24.11.2008 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband