20.11.2008 | 22:16
Liðhlaupar !
Þessir tveir ráðherrar geta ekki átt langa setu eftir í ríkisstjórn. Bankamálaráðherrann verður að fara vegna þess að hann ber langmesta ábyrgð á bankahruninu. það eitt að hann segist ekki hafa vitað af stöðu mála fyrr en í ágúst segir allt um getu hans sem ráðherra. Hvernig í ósköpunum getur maðurinn haldið því fram að hann hafi ekki vitað hvað var að gerast.
Umhverfisráðherrann er og hefur verið vanhæf í flestum stórum málum sem hún hefur fjallað um. Yfirlýst stefna hennar á eftir að hafa mjög skaðleg áhrif á næstu árum nái hún fram að ganga. Það er nú ekki traustvekjandi fyrir forsætisráðherra að hafa svona liðleskjur í hópnum.
Farið hefur fé betra....
Ekki stefna aðgerðunum í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu á því að málið sé leyst með því að Sjálfstæðisflokkurinn losni við þau Þórunni, Björgvin og kannski Helga Hörvar í leiðinni?
Sigurjón Þórðarson, 20.11.2008 kl. 22:26
Sæll Sigurjón.
Ég er alls ekki á þeirri skoðun. Ég hef sagt hér áður að fjármálaráðherrann eigi líka að axla ábyrgð. Einnig eiga stjórnir seðlabankans og fjármálaeftirlitsins að fara frá til að skapa trúverðuleika. Það gæti jafnvel verið að fleiri ráðherrar þurfi að víkja.
En ég er ekki á því að það eigi að kjósa í vor. Mér finnst ekki á það bætandi að lenda í stjórnarkreppu ofan á allt saman. Er ekki að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn hafi mikið að gera í kosningar á næstunni. Það á einnig við um fleiri flokka eins og Framsókn og Frjálslynda.
það gæti hins vegar orðið eina leiðin ef stjórnvöld fara ekki að gera einhverjar breytingar sem verða til þess að róa og upplýsa þjóðina um stöðu mála.
Ingólfur H Þorleifsson, 21.11.2008 kl. 06:40
Afhverju segirðu að flokkarnir hafi lítið að gera í kosningar? Af því að það gefst ekki nægur tími fyrir flokkana til að ljúga til sín fylgið aftur?
Ársæll Níelsson, 21.11.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.