Það er engum blöðum um það að fletta.

Að Geir Haarde er rétti maðurinn til að leiða okkur á réttu brautina á ný. Allt tal um að þetta ástand sé nokkrum mönnum að kenna er rugl og á ekki rétt á sér. Það sem ríkisstjórnin hefur gert síðustu vikur til að bjarga málum er lofsvert. Þar með er ég ekki að segja að stjórnvöld hafi ekki sofið á verðinum undanfarin ár hvað varðar stærð bankanna. Held bara að málið sé mikið stærra en hægt hafi verið að gera sér grein fyrir.

Eins og Geir sagði þá er Sjálfstæðisflokkurinn ekki hræddur við að leggja málið í dóm kjósenda. Það er bara alls ekki tímabært að kjósa núna. Hver vill fá stjórnarkreppu ofan á allt það sem við er að etja nú þegar. Ríkisstjórnin mun klára þetta mál með hagsmuni fólksins í landinu að leiðarljósi.

Látum ekki kúga okkur....


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Depill

Hmm bíddu, hvað hafa akkurat stjórnvöld gert síðustu vikur, vá ég taldi mig hafa refreshað allar fréttasíður nógu mikið til þess að komast af því ef það gerðist eithvað. Mér sýnist bara ekkert hafa gerst nema það að FME aðilinn sem svaf á verðinum er búinn að vera hræra í bönkunum og skapa sér 2 millur í laun á mánuði. Shit húrra!!! Vona að xD fái bara tvö atkvæði næst, þitt og Geirs.

Ef að Geir væri ekki hræddur, þá myndi hann leyfa okkur að kjósa. Action's speak louder then words.

Depill, 22.10.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og hvar eru öll þessi bjargráð  ríkisstjórnarinnar?

María Kristjánsdóttir, 22.10.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Kjósandi

Það er rétt að hafa trúna á sína menn.

En er þetta ekki fulllangt gengið.

 Þetta er eins og að segja að lið sem tapaði öllum leikjum sínum og féll í aðra deild skuli taka þátt í evrópumótinu að því að þeir væru svo góðir að bjarga sér.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur gjörsamlega klúðrað öllu.

Fyrst í Reykjavík og nú í landsmálunum.

Öll þjóðin hefur tapað milljórðum og sjálfsvirðingunni einnig.

Ábyrgðin hún er Sjálfstæðisflokksins.

Kjósandi, 22.10.2008 kl. 21:44

4 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ekki þorir þú að koma með þessar fullyrðingar í Bragakaffinu!!

Þorleifur Ágústsson, 23.10.2008 kl. 12:27

5 Smámynd: Gló Magnaða

Já þeir eru þreyttir, við skulum gefa þeim frí næst. 

En Sjallarnir eiga líka samúð mína. Haldið þið að það sé eitthvað auðvelt að vera sífellt með Dabba kóng yfir höfðinu á sér og láta hann stjórna sér eins og strengjabrúðu? Þorgerður Katrín er alla vega búin að fá nóg af honum.

Gló Magnaða, 24.10.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband