Hefði átt að vera í fylgd lögreglu.

Það lýtur út fyrir að þessara manna verði minnst fyrir það að hafa hneppt þjóðina í skuldaklafa til frambúðar. Verst er þó ef satt reynist að stjórnendur bankanna hafi verið að nota sparnað fólksins í landinu til að gambla með. Það á skilyrðislaust að frysta allar eigur þessara manna og láta þær renna í það botnlausa hít sem við blasir.

Það er algerlega óþolandi að sjá svo í ofanálag fréttir um það hvernig þessir menn slá um sig og byggja glæsihallir fyrir stolna peninga. Allt tal þeirra um háa bónusa fyrir vel unnin störf vegna þeirrar miklu ábyrgðar sem fylgdi með í kaupunum er löngu fallið um sjálft sig. Eins og málið blasir við mér þá eru þetta bara siðblindir glæpamenn.

Hefði átt að yfirgefa Kaupþing í fylgd lögreglu.....


mbl.is Hreiðar Már yfirgefur Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband