Eru engin takmörk fyrir heimsku fólks.

range_rover_1

Þegar maður heyrir slíkar tröllasögur af erlendum lánum fólks þá verður maður að spyrja sig að því hvort fólk hugsi ekki neitt. Hvaða glæta er í því að taka 10 milljóna bílalán. Ég hef nú alla tíð verið mikill áhugamaður um bíla og önnur faratæki. En aldrei hefur hvarflað að mér að taka svona risalán, þó að oft hafi mig langað til að kaupa einhvern flottan bíl. Ég verð bara að segja að ég þakka fyrir það á hverjum morgni að skulda ekki meira.

Flottræfilsháttur......


mbl.is Borgað fyrir að yfirtaka lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Heyr heyr

Hafðu það gott

Anna Guðný , 10.10.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Steini Thorst

Hvernig getur þú kallað fólk heimskt vegna þessa?

Fullt af fólki, þar á meðal ég, keypti bíl á bílaláni og var ráðlagt af sérfræðingum í bankamálum að taka myntkörfulán. Jú maður vissi auðvitað að með því var maður að taka ákveðna áhættu,......en það gat ENGAN órað fyrir því hversu illa krónan féll, Engan !!

Þetta er ekki heimska Ingólfur, kannski mistök. En ekki heimska. Dæmið gekk upp miðað við forsendurnar þá og einnig miðað við að krónan gæti veikst töluvert.

Steini Thorst, 10.10.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég er heldur ekki að tala um fólk almennt sem tekið hefur myntkörfulán. Heldur er ég að tala um þá sem taka 10 milljónir að láni til að kaupa bíl.

Ingólfur H Þorleifsson, 10.10.2008 kl. 20:33

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Mikið rétt - bílakaup er auðvitað ekki fjárfesting, nema þá einhver heimskulegasta fjárfesting sem við getum farið út í.  Um leið og þú keyrir bílinn í burtu af bílasöluplaninu er verðmiðinn þegar niður um 18%!

Það er skondnasta við þetta er að margt af þessu fólki tók sér myntkörfulán þegar EUR, USD, JPY og CHF voru í lágmarki fyrir um ári síðan.  Þá var ég (sem betur fer) að borga mitt lán upp fyrr en áætlað var, en það var í JPY og sparaði ég allgóðan pening á því litla láni.

Mér þótti furðulegt að heyra að fólk þ.á.m. kunningjar, væru að taka sér myntkörfulán á sama tíma þar sem gengið gat hreinlega ekki farið nema upp og upp og meira upp. Íslenska kúgildið var alltof sterkt. Mig minnir að GVT hafi verið í 105 stigum.

Það er eitt sem maður lærir af þessu, aldrei treysta öðrum en sjálfum sér og þínum allra nánustu sem mögulega geta veitt fræðilega og praktíska ráðgjöf, þegar þú tekur lán eða vilt ávaxta fé.  Ráðgjafar bankanna, bílasalar eða ráðgjafar annarra lánastofnana vita ekkert betur en þú.  

Guðmundur Björn, 11.10.2008 kl. 07:13

5 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Maður hefur nú séð druslurnar sem þú keyrir um á - hefur greinilega ekkert vit á góðum bílum og þeim fórnum sem þarf að færa til að "eiga" þá....

Þorleifur Ágústsson, 11.10.2008 kl. 19:15

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég skal bjóða þér á rúntinn við tækifæri Tolli. Þá sérðu að Gráni er eðalvagn, og sá rúntur verður ekki í boði Glitnis eða Lýsingar, því ég á hann skuldlausan með hurðum og hala.

Ingólfur H Þorleifsson, 11.10.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband