Ríkið hlýtur að greiða kostnað við umhverfismat.

Það getur ekki verið munur á þessum framkvæmdum eða þeim sem fóru fram á Austfjörðum. Ríkið greiddi fyrir umhverfismat vegna Kárahnjúkavirkjunar. Ég veit að sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sjá ekki mun á þessum tveimur hlutum.

Best væri að þetta færi í gang sem allra fyrst. Fólk í Vesturbyggð treystir á eitthvað bitastætt svo það þurfi ekki að yfirgefa verðlausar eignir sínar. Það er kominn tími á Vestfirði og norðvesturland.

Verður þetta metið heilstætt......


mbl.is Olíuhreinsistöð: Umhverfismat er næsta skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rúblur í boði... land og sálir til sölu... en ég held samt að þetta sé ekki alveg svona slæmt... er gott er það ekki

Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Samkvæmt lögum greiðir framkvæmdaaðli kostnað af mati á umhverfisáhrifum, ekki ríkið og ekki sveitarfélagið - nema annar hvor SÉ framkvæmdaaðili.

Fyrir austan hefði Alcoa átt að borga matið í félagi við Landsvirkjun sem reisti virkjunina.

Enginn veit fyrir víst hver framkvæmdaaðili olíuhreinsistöðvar er, upplýsingar um það eru óljósar.  Kannski streymir nú Rússagullið um Arnarfjörð og nágrenni fljótlega.

Minni á myndbandið sem ég gerði í þessu samhengi - þar er fögur framtíðarsýn!

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ríkið greiddi ekki fyrir umhverfismatið vegna Kárahnjúka heldur LV. Alcoa greiddi fyrir matið í Reyðarfirði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ríkið á 99,9 % eignarhluta í Landsvirkjun samkvæmt lögum sem samþykkt voru á alþingi og komu til framkvæmda 1 janúar 2007. þannig að ég sé ekki annað en að ríkið hafi borgað fyrir þetta. Þó að vasinn sé með öðru merki þá kemur þetta úr sjóðum ríkisins.

Ingólfur H Þorleifsson, 7.8.2008 kl. 15:17

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

LV er fyrirtæki sem tekur ekki fé úr ríkissjóði. Ríkið fær hins vegar tekjur af LV.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband