Lítils metin mannslíf.

IMG_2081Hvernig í fjandanum má það vera eð ekki er búið að setja upp viðeigandi merkingar þarna. Fyrir ári drukknaði ferðamaður á sama stað. Hvað á að fórna mörgum mannslífum áður en fólki er gerð grein fyrir hættunni. þetta eru vægast sagt undarleg vinnubrögð hjá þeim sem hafa með málið að gera.

Lögreglan á að loka svæðinu þar til úrbætur hafa verið gerðar.

Háskaströnd.....

                                                           Séð í austur frá Skógarfossi að Dyrhólaey.


mbl.is Mannbjörg í Reynisfjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Thja... Þetta gildir nú meira og minna um alla suðurströndina, það eru ferðamenn víðar en í Reynisfjöru. Og svona tilfelli hafa komið upp á fleiri stöðum, t.d. austan við Reynisfjallið fyrir framan Vík eða aðeins vestar í kringum Dyrhóley. Í nágrenni Víkur misstu einhverjir ljósmyndarar fyrirsætuna sína í hafið fyrir nokkrum árum en hún náðist í land sem betur fer. Þannig ef á að loka þarf að reisa nokkuð langa girðingu. Ef ég man rétt eru meira að segja einhver varnaðarorð á skilti þarna en það getur þó verið misminni.

Einar Steinsson, 23.7.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Gló Magnaða

Það yrði mjög kosnaðarsamt að merkja alla strönd landsins. Hún er örugglega víða hættuleg. Ég veit að á mínum heimaslóðum var hætta á að flæða en okkur krökkunum var kennt hvernig ætti að varast þetta og ég man ekki eftir að við höfum verið hætt komin þó að við höfum verið mikið í fjörunni.  En svo kom fyrir að ókunnugu fólki flæddi og þurfti að bjarga því.

Á mörgum stöðum nægir að nota höfuðið.

Gló Magnaða, 24.7.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ég átti nú ekki við að öll suðurströndin yrði merkt. Heldur þessi staður, sem er mikill ferðamannastaður og vinsæll meðal útlendinga.

Hins vegar á fólk að sjálfsögðu að fara varlega. Það eru bara svo margir vanir að geta vaðið út í sjó á ströndum. Sogið þarna er svakalega sterkt eins og dæmin sanna.

Ingólfur H Þorleifsson, 24.7.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband