20.6.2008 | 23:29
Staðreynd sem ekki hefur farið hátt á vissum miðli.
Þetta mál fékk töluverða umfjöllun á ákveðnum miðli fyrir nokkrum misserum. Þar var meðal annars talað um brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og fleira í þeim dúr. Í svari samgönguráðuneytis við stjórnsýslukæru forystumanna skutuls.is, segir hins vegar.
"Hafnað er kröfu Ólínu Þorvarðardóttur og Bryndísar Friðgeirsdóttur, f.h. skutuls.is, þess efnis að ákvörðun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, um að hafna erindi þeirra vegna vefmiðilsins skutuls.is, þann 12. nóvember 2007, hafi verið ólögmæt"
Skutull.is er vestfirskur þjóðmálavefur sem ekki er háður neinum stjórnmálaflokki eða hagsmunaaðilum og fréttamat og fréttaskrif stjórnast eingöngu af áhuga og metnaði þess hóps sem stendur að vefnum. þetta má lesa í niðurlagi áður nefndrar fréttar. Ekki eru nú samt allir sammála um það.
Í frétt sem birtist á skutull.is eftir að niðurstaða ráðuneytisins varð kunn segir meðal annars "Augljóst er að ráðuneytið horfir fram hjá þeim gögnum málsins sem sanna ómálefnalegar ástæður fyrir synjun bæjarins" segir Ólína Þorvarðardóttir, ritstjóri skutuls.is. Ráðuneytið hefur sem sagt rangt fyrir sér.
Er þetta vantraust á Kristján Möller samgönguráðherra, eða bara starfsmenn ráðuneytisins.
Í lokin má geta þess að skutull.is er kominn í 2 mánaða sumarfrí frá fréttaskrifum. Hvort það er áhugi eða metnaður sem ræður því verða aðrir að dæma um.
Þar höfum við það......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.