Hugsið ykkur tvisar um áður en þið gistið á Hótel Cabin í Borgartúni.

Um síðustu helgi gisti þjálfari okkar KFÍ manna á Hótel Cabin í Reykjavík. Hann var á leið heim til Makedóníu í frí. Hann tékkaði sig inn á sunnudagskvöld og fór svo með félaga sínum á kaffihús í rúman klukkutíma. Þegar hann kom til baka var taskan hans horfin úr herberginu. Hann fór í afgreiðsluna og þar var starfsmaður sem sagðist ekkert geta gert fyrir hann.

Málið var kært til lögreglu og skýrsla tekin. Þar kemur fram að gluggi hafi verið opinn á herberginu og þar hafi þjófurinn farið inn. Seinna um kvöldið finnst hinsvegar taskan í öðru herbergi á hótelinu. Ekkert bendir til þess að brotist hafi verið inn í hvorugt herbergið. Það bendir hinsvegar margt til að bæði herbergin hafi verið opnuð með lykli.

Það þarf ekki að taka það fram að tjónið er mikið fyrir Borce. Öllu var stolið úr töskunni hans. Fartölvu, upptökuvél, síma, vegabréfi, flugmiðum og einnig 50 DVD diskum með þjálfaraefni sem hann hefur safnað að sér á löngum tíma. Hann er nú fastur á Íslandi og kemst ekki heim fyrr en hann fær nýtt vegabréf, en það getur tekið allt að tveimur vikum.

Það sem að okkur finnst undarlegast er að hótelið segist ekki geta gert neitt þrátt fyrir að allt bendi til að starfsmaður hafi farið inn á herbergin. Tjónið er metið af lögreglu á 300.000 krónur og það eru miklir peningar.

Það er á hreinu að hvorki ég né nokkur á okkar vegum mun gista á þessu hóteli í framtíðinni. Íþróttahreyfingin er stór fjölskylda og þessi skilaboð munu berast víða. Það er ljóst að hótelið á eftir að verða af mörgum 300.000 kallinum í framtíðinni.

Það er ljóst að svona hluti á engin að komast upp með að humma fram af sér. Við hófum haft samband við fjölmiðla til að fólk fái að vita hvernig málum er háttað á þessu hóteli.

Þjófabæli.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ljótt er að heyra.

Það hefur farið illt orð af þessu hóteli áður, en það er ekki birtingarhæft hér.

Var að lesa greinina þína í Vesturlandi og mér finnst hún mjög góð.

Gleðilegan sjómannadag og góða helgi.

Níels A. Ársælsson., 30.5.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Takk fyrir það Níels.

Gleðilegan sjómannadag sömuleiðis.

Ingólfur H Þorleifsson, 30.5.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Gló Magnaða

Ósvífni af verstu gerð hjá þessu hóteli

Manni dettur í hug að þeir stundi þetta sjálfir til þess að drýgja tekjurnar.

Gló Magnaða, 2.6.2008 kl. 09:20

4 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Ein spurning til ykkar, eru hótel almennt skaðabótaskylld varðandi þjófnað á herbergjum ?

Er einhver hér sem veit það, því ég hef ekki hugmynd.

Hefði Hótel Saga skrifað ávísun fyrir manninn, ef þetta hefði gerst þar ??

 Þessa setningu fatta ég ekki nafni :->

"Málið var kært til lögreglu og skýrsla tekin. Þar kemur fram að gluggi hafi verið opinn á herberginu og þar hafi þjófurinn farið inn. Seinna um kvöldið finnst hinsvegar taskan í öðru herbergi á hótelinu. Ekkert bendir til þess að brotist hafi verið inn í hvorugt herbergið."

Var glugginn þar sem þjófnaðurinn fór fram, opinn eða lokaður ??

var herbergið opnað með korti eða ekki ?? (annars er keylogger á herbergjum almennt,(veit ekkert hvernig það er þarna) þannig að það ætti að koma fljótt í ljós, nema lögreglan sé með í samsærinu)

Er það annars nokkuð ólíklegt að einhver hafi stolið töskunni, og sá hinn sami verið gestur á hótelinu og þá væntanlega átt herbergið sem taskan fannst í ??

En annars hlýtur það að liggja alveg fyrir hvort hótel eru skaðabótaskyld eða ekki... sama hvaða hótel er um að ræða

kv

Ingólfur Þór Guðmundsson, 2.6.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Nafni.

 Greinilega eru hótel ekki skaðabótaskyld ef tekið er mið af þessu máli. Fólkið á hótelinu segir að gluggi hafi verið opinn. Þjálfarinn segist ekki hafa opnað neinn  glugga, enda setti hann bara farangurinn sinn inn og fór svo út í bæ. Ef glugginn var opinn hvernig komst þjófurinn inn í fleiri herbergi. Það er ekki eftirlitskerfi á þessu hóteli. Ég veit ekkert um hin herbergin eða það sem taskan fannst á.

Við höfum ráðfært okkur við hótelrekanda og hann segir að ef þetta kæmi fyrir hjá honum myndi hann bæta skaðann á stundinni, sama hvort hann þyrfti þess eða ekki. Þó ekki væri nema til að halda orðsporinu góðu.

Ingólfur H Þorleifsson, 2.6.2008 kl. 16:40

6 Smámynd: Fröken M

Sælir eru einfaldir...

Óreyndir ætti ég kannski frekar að segja þar sem bloggari hefur greinilega ekki ferðast mikið og því síður gist mörg hótel.

Venjulega stendur skýrt og skilmerkilega í skilmálum hótela út um allan heim að ekki sé tekin ábyrgð á stolnum munum. Á sumum hótelum er boðið upp á öryggishólf og hugsanlega ábyrgist hótelið þá muni sem geymdir eru í hólfunum. Það er þó ekki einu sinni algilt.

En að halda að hótel beri ábyrgð á því sé einhverju stolið af herbergi fólks er þvílík firra. Bera leigusalar þá ábyrgð á munum leigjanda sinna sé brotist inn í leiguíbúðir þeirra? Nei, slíkt dettur engum heilvita manni í hug.

Ég hef gist á fimm stjörnu hótelum með öllum þeim þægindum sem hægt er að hugsa sér, samt hefur mér ekki komið annað til hugar en að ganga með vegabréfið á mér. Það er sjálfsögð öryggisráðstöfun hvar sem er í heiminum.

En að ætla svo að kúga áætlaða upphæð út úr hóteli með því að blogga á þessum nótum er hreinlega ekki siðlegt og þú hlýtur að átta þig á að þú ert að dansa á gráu svæði.

Orðum fylgir ábyrgð og sem betur fer eru fæstir svona kjánalega innréttaðir. Að minnsta kosti myndi ég seint kalla Ísafjörð þjófabæli þó að i-podi hefði verið stolið af mér þar.

Fröken M, 3.6.2008 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband