Undir oki Kínverskra kommúnista.

five_starÞað kæmi mér ekki á óvart þó að einhverjar þjóðir hætti við þátttöku á ólympíuleikunum sem hefjast í ágúst í Peking. Fólk er að sjá núna síðustu daga og vikur hvernig fólk er kúgað og mannréttindi brotin á því í Kína. Allt er ritskoðað, og blaða og frétta mönnum er umsvifalaust stungið í fangelsi ef þeir skrifa um eitthvað sem á ekki upp á pallborðið hjá kommúnistaflokknum sem fer með öll völd.

Aðrir stjórnmálaflokkar eru ekki leyfðir, nema einhverjir leppflokkar sem styðja stjórnvöld. Þeir sem beita sér í einhverskonar stjórnarandstöðu eru fangelsaðir eins og blaðamennirnir, og fá að dúsa í steininum uns stjórnvöldum hentar. Réttarkerfið er einnig ekki upp á marga fiska fólk dæmt fyrir litlar sem engar sakir.

Held að fleiri ættu að taka til athugunnar það sem frændur okkar Danir eru að ræða núna að sniðganga Ólympíuleikana, og um leið sýna stjórnvöldum í Kína að svona stjórnarfar er úrelt fyrirbæri á 21 öldinni.

Ekkert lýðræði.......


mbl.is Vilja að Danir sniðgangi Ólympíuleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband