5.3.2008 | 14:57
Gott mál.
Það er gott að fá svona afdráttarlausa afstöðu Einars á málinu.
Ef olíuhreinsistöð uppfyllir þau skilyrði sem sett eru þá vil ég tvímælalaust fá eina slíka í Ísafjarðarbæ. Það að geta fengið rúmlega fimmhundruð störf inn á svæðið er bara eitthvað sem ekki er hægt að vera á móti. Á undanförnum árum hafa svipað mörg störf horfið af svæðinu og þrátt fyrir góða viðleitni hefur ekki gengið að fá störf í staðin.
Það yrði alveg gríðarleg sprauta í samfélagið hér fyrir vestan að fá svona stöð. Afleidd störf yrðu fjölmörg, fasteignaverð myndi hækka og og tekjur bæjarins aukast verulega. Allt tal um sóðaskap og mikla mengun er ekki rétt ef tekið er mark á því fólki sem hefur skoðað svona stöðvar.
Við eigum með réttu inni þann kolefniskvóta sem til þarf ef horft er á þann fjölda skipa og báta sem hafa horfið af svæðinu á síðasta áratug. 12 stór frystihús, 11 stórir skuttogarar og 43 bátar yfir 10 tonnum hafa horfið af svæðinu á áratug, það er bein tenging á milli þess og kvótaframsalsins.
Það er broslegt að heyra Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segja annan daginn að hann sé á móti svona starfsemi, en hinn setur hann mikla peninga í að láta leita að olíu á landgrunninu fyrir austan land.
Hvað ef Össur finnur nú olíu ? Á þá að sigla með hana til Rússlands til að láta hreinsa hana. Svona tvískinnungur er kostulegur og Össur þarf að gera fólki grein fyrir því hvar hann stendur eftir allt saman.
Umhverfisráðherra er að mínu viti vanhæf í málinu eftir margra ára andúð á slíkum málum.
Ef einhver möguleiki er á því að fá olíuhreinsistöð á svæðið þá eiga allir að leggjast á eitt til að svo geti orðið.
Við höfum einfaldlega ekki efni á að hafna svo umfangsmikilli starfsemi á svæðið ef við ætlum að vera hér áfram.
þensluna vestur
Einar Kr.: Ríksvaldið á að beita sér fyrir olíuhreinsistöð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.