Að vinna í fiski.

starfskynningIsl1Krakkarnir í Grunnskóla Suðureyrar eru í starfskynningu hjá Íslandssögu í gær og í dag. 7-10 bekkur voru í gær,og í dag koma 1-6. Þau fræðast um hvað fer fram í fiskvinnslunni og fá að prufa allflest störf sem fullorðna fólkið sinnir dags daglega.

Regína dóttir mín var mjög áhugasöm og ég set hér inn mynd sem Páll Önundarson tók af henni þar sem hún er að slægja ýsu.

Í dag er svo Þorleifur Hallbjörn í heimsókn. En þar sem hann ætlar að verða sjóræningi þá er ekki víst að hann taki eins vel eftir.

Fjör í fiskinum.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Líst vel á þetta, ég man þá tíð þegar maður var nýorðinn 12 eða 13 ára, var maður drifinn í fisk á sumrin og þar vann maður sér inn fyrstu hýruna.

Krakkar alls staðar af, hafa gott af því að fá að kynnast því hvernig þessi undirstaða okkar um áratugaskeið; fiskurinn, er unninn.

Held að það ætti að senda borgarbörnin í smá starfskynningu í fiskvinnslu og ekki síður í sveitina.

En Þorleifur ætlar nú að verða sjómaður þrátt fyrir að ætla að verða sjóræningi líka, það tvennt verður víst að fylgjast að.

Karl Jónsson, 22.2.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband