Í-listinn og stolnu fjaðrirnar.

Enn halda bæjarfulltrúar Í-listans áfram að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Í tillögum þeirra að atvinnuátaki í Ísafjarðarbæ er ekkert nýtt lagt fram. Nánast allt sem þar er, er annað hvort komið inn á fjárhagsáætlun eða í vinnu innan bæjarkerfisins.

Ég set hér inn tillögur þeirra og innan sviga hvernig málin standa nú.

Þingeyri:

1. Endurbygging Salthússins. (Á fjárhagsáætlun) 2. Frágangur lóðarinnar við Tjörn. (Á fjárhagsáætlun) 3. Endurbætur á Félagsheimilinu. Salerni í kjallara (á fjárhagsáætlun).

4. Endurbætur á Ráðhúsi Þingeyrar
Uppsetning bæjarmiðstöðvar með bókasafni, ljósmyndasýningu og þjónustumiðstöð á neðri hæð hússins. (Var hafnað í fjárhagsáætlun - fara á aðrar leiðir með uppbyggingu félagsheimilisins)

5. Húsakönnun. Skráning og merking gamalla húsa, fellt að vinnu við aðalskipulag. (Aðalskipulagsvinna stendur yfir eins og öllum er kunnugt) 6. Flutningur og endurbætur eða sala á Gramsverslun. (Samningaviðræður standa yfir eins og bæjarstjóri hefur gert grein fyrir í bæjarráði) 7. Gamla trébryggjan, niðurrif (á fjárhagsáætlun).

8. Gámasvæði fyrir sorpflokkun. (Gert ráð fyrir einu svæði á fjárhagsáætlun)

9. Umhverfisátak með heimamönnum. Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði. Frágangur á skólalóð, opin svæði sláttur og snyrting, málun og viðhald. (Tillaga atvinnumálanefndar um átaksverkefni í Ísafjarðarbæ)

Vaxtabroddar
samstarfsaðilar:Víkingaverkefnið: Víkingaverkefnið verði kjarni í menningartengdri ferðaþjónustu í Dýrafirði í samstarfi við aðra þjónustuaðila. Golfvöllurinn í Meðaldal. Reiðhöllin á Söndum og skeiðvöllurinn. Núpur - sumarhótel (skólabúðir útivistarhópar ráðstefnustaður). Þorskeldi.

(Ísafjarðarbær er með fjármagn í Víkingaverkefnið í fjárhagsáætlun önnur verkefni eru í vinnslu og flest í höndum einkaaðila.)

Suðureyri:

1. Suðureyrarhöfn: Endurnýjun stálþils og dýpkun innsiglingar. (Á fjárhagsáætlun)

2. Uppfylling í Lónið, lóðir fyrir sumarhús. (Er í vinnslu, samþykkt aukafjárveiting)

3. Húsakönnun. Skráning gamalla húsa, fellt að vinnu við aðalskipulag.

(Aðalskipulagsvinna stendur yfir eins og öllum er kunnugt) 4. Endurbætur á eldhúsi í leikskóla og móttökueldhús í grunnskóla. (Á fjárhagsáætlun)

5. Gámasvæði fyrir sorpflokkun. (Gert ráð fyrir einu svæði á

fjárhagsáætlun)

6. Umhverfisátak með heimamönnum. Opin svæði, götur og garðar. (Tillaga atvinnumálanefndar um átaksverkefni í Ísafjarðarbæ)

Vaxtabroddar
samstarfsaðilar:Sjávarþorpið Suðureyri sameiginlegur vettvangur ferðaþjónustunnar.

Samstarfsverkefni: Bláfáninn á Suðureyrarhöfn, nýting Lónsins.

Hvíldarklettur
sjóstangaveiði, gisting, veitingarekstur (Ísafjarðarbær hefur sótt um vegna samstarfsverkefnis með Sjávarþorpinu Suðureyri og svo er tillagan um átaksverkefni í Ísafjarðarbæ)

Flateyri:

1. Skólalóð Grunnskólans og Goðahóllinn.

2. Flutningur og endurgerð Svarta pakkhússins. (Á áætlun Eignasjóðs, búið að sækja um leyfi til flutnings) 3. Húsakönnun. Skráning gamalla húsa, fellt að vinnu við aðalskipulag.

(Aðalskipulagsvinna stendur yfir eins og öllum er kunnugt) 4. Flotbryggja fyrir smábáta (í fjárhagsáætlun).

5. Gámasvæði fyrir sorpflokkun (Gert ráð fyrir einu svæði á fjárhagsáætlun) 6. Umhverfisátak með heimamönnum. Íbúasamtök Önundarfjarðar - opin svæði, götur og garðar. Oddinn og Hafnarstrætið. (Tillaga atvinnumálanefndar um átaksverkefni í Ísafjarðarbæ)

Vaxtabroddar
samstarfsaðilar:

Minjasafn Önundarfjarðar - Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson. Harðfisksetur Svarta pakkhúsið. Sjóstangaveiði. (Sama og sagt hefur verið um annað, margt af þessu er í gangi)

Hefur þetta fólk ekki setið bæjarstjórnarfundi síðasta árið. Þetta er nánast eins og að samþykkja fjárhagsáætlunina aftur.

Til gamans má geta þess að fulltrúar Í-listans sátu hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunnar þar sem flest af þessu var framlagt.

Að slá sig til riddara.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gló Magnaða

BOOOORING............

Mætti

Gló Magnaða, 20.2.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæl Jóna.

Greinilega verið stuttur fundur hjá ykkur í dag, komin heim fyrir átta.

Það má vel vera rétt hjá þér að eitthvað hafi verið áður fjárhagsáætlun.

En  ef ykkur líst svona vel á þessar tillögur hvers vegna samþykktuð þið þær þá ekki 13 desember þegar fjárhagsáætlunin var samþykkt.

Ingólfur H Þorleifsson, 20.2.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

En svo fattaði ég að það er bara miðvikudagur og fundurinn því á morgun.

Ingólfur H Þorleifsson, 20.2.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband