Óþolandi fordómar.

Heimasíða krakkahóps sem kallar sig félag gegn Pólverjum á Íslandi er merki um þá fávisku sem er að hreiðra um sig hjá vissum hópi fólks á Íslandi. Það er óþolandi hvernig hópur af börnum og unglingum getur hagað sér í fávisku sinni.

Í því fjölmenningalega samfélagi sem ég bý í er ekki að sjá annað en að það fólk af erlendum uppruna sem hér býr, sé upp til hópa harðduglegt og heiðarlegt fólk sem tekur þátt í lífi og starfi okkar hinna, mis mikið eins og gengur.

Það þarf að upplýsa fólk betur til að koma í veg fyrir svona.

Fáviska......


mbl.is Bræður og systur gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Það er nú ekki dýpra á þessum fordómum en svo að þegar „frændi“ minn fór að búa með pólskri konu þá var hann mikið var við allskonar fordóma í sinn garð. Algengast var líklega það að hann var sagður ekki geta náð sér í Íslenska stúlku og því náði hann sér í eina pólska. Þetta voru ekki krakkar, heldur fullorðnir einstaklingar sem voru mest í þessu. Auðvita er hægt að líta á þetta sem góðlátt grín, en meginamálið er samt alltaf að það eru bullandi fordómar sem skapa þetta.

Fordómar gegn útlendingum eru mest hjá eldra fólkinum sem smitast svo niður. Um leið og eitthver missir út úr sér „helvítis pólverjin“ eða eitthvað álíka og krakki heyrir það þá er það komið, krakkinn blótar pólverjum því hann heyrði þá fullorðnu gera það.

Gunnar Pétur Garðarsson, 13.2.2008 kl. 08:20

2 Smámynd: Gló Magnaða

Fólk virðist alveg ótrúlega hissa á þessum "fordómum" en hvað er að gerast í löndunum í kringum okkur? Þetta er bara það sem við máttum búast við.

Við hérna fyrir vestan erum heppin. Við erum nánast eingöngu með útlendinga í flokknum sem Ingó nefnir "harðduglegt og heiðarlegt" en því miður er fólk úr öðrum flokki "letingjar og glæpamenn" orðið áberandi í höfuðborginni.

Þetta bara gerist. Við Íslendingar erum ekkert betri eða verri en aðrar þjóðir í þessu sambandi.  

Gló Magnaða, 13.2.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband