20.1.2008 | 15:35
Er Björn Ingi að tapa fjöðrunum.
Hlustaði á Guðjón Ólaf í Silfri Egils í dag og eftir það er maður miklu nær um hvers vegna Framsóknarflokknum gengur jafn illa og raun ber vitni. Það bókstaflega logar allt af illdeilum innan flokksins. Margt af því fólki sem starfað hefur hvað mest fyrir flokkinn í Reykjavík hefur gefist upp og yfirgefið hann.
Miðað við lýsingar Guðjóns þá er ekki furða að Björn Ingi sé að hugsa sinn gang innan flokksins, hann er búinn að leggja hann í rúst upp á eigin spýtur. Það er sviðin jörð innan framsóknar þar sem Björn Ingi hefur farið um og stungið fólk í bakið. Hann setur upp annan einleik en í þetta skiptið vinnur hann engan leiksigur. Fólk er búið að sjá i gegnum nýju fötin Framsóknarkeisarans.
Held að ef Framsóknarflokkurinn ætlar að ná þingmanni aftur í Reykjavík í nánustu framtíð þá ætti forystan að losa sig við meinið.
Litli drengurinn með eldspýturnar.....
Með mörg hnífasett í bakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Ingólfur, nú geturðu brosað. Enda er það ekki endilega sannleikurinn sem á upp á pallborði hjá ykkur sjálfstæðismönnunum. Sérðu nú til dæmis með nýskipaðann dómara á norðurlandi. Að taka þennan mann fram yfir þrjá aðra mun hæfari, án þess að gefa nokkra skýringu á því. Það lýsir best sjálfstæðismönnum og verja sig svo með því að það sé óhæft að láta manninn gjalda fyrir ætterni sitt.. Þú ættir að blogga svolítið um svoleiðis gjörninga; Dýralæknir í dómarasæti.
En Guðjón Ólafur er ekki óskabarn Framsóknarflokksins eða samviska hans. Ég hef aldrei haft neitt álit á þeim manni og tel hann vera einn mesta skaðvald innan flokksins. Í þeim samanburði er Björn Ingi drengur góður.
Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:33
Ég veit vel að þetta er erfitt hjá ykkur Siggi minn. Það lagar ekki neytt hjá ykkur að benda á hvað gerist í Sjálfstæðisflokknum. Það eru ekki nema nokkur misseri síðan þið voruð í stjórn og þá voru nú aldeilis pólitískar stöðuveitingar stundaðar líka.
Hver er búinn að gleyma Finni Ingólfssyni erfða prinsinum ykkar sem fékk fína stöðu í seðlabankanum þegar hann sá að það var engin framtíð í Framsókn. Páll Magnússon og Ólafur Örn Haraldsson koma líka upp í hugann svona í fyrsta kastinu.
Ekki telja sjálfum þér trú um að pólitískar stöðuveitingar séu nýjar af nálinni. Þú veist vafalaust betur.
Að endingu þá getur þú rifjað upp að formaður Framsóknarflokksins er"bara" búfræðingur þó að ég viti ekki til að það hafi komið niður á honum.
Ingólfur H Þorleifsson, 21.1.2008 kl. 15:57
Takk fyrir þessi orð Ingólfur, í þessu liggur einmitt munurinn á sjálfstæðismanni og framsoknarmanni. Sjálfstæðismanninum finnst sjálfsagt að veita öll opinber embætti út frá flokkslínu en framsóknarmaðurinn virðir sjálfstæði dómstóla og dregur þar mörkin.
Í raun eru orð þín hér á undan stórmerkileg á vissan hátt og efni í fyrirsögn á frétt: " Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ viðurkennir að skipun Þorsteins Davíssonar sé pólutísk og telur það vera eðlilegt."
Grafðu bara eins og þig listir upp þær stöðuveitingar sem Framsókanrflokkurinn stóð að á sínum tíma í ríkisstjórn, þú finnur aldrei hliðstæð dæmi við þessar dómararáðningar, þar sem jafn gróflega er brotið á stjórnarskrá um þrískiptingu valds. Fyrir þá sem ekki vita er það grundvallarskipan í réttarríki.
Og það að Guðni Ágústson sé bara búfræðingur, skiptir ekki neinu máli, en þegar menn sem eru bara dýralæknar telja sig hafa meira vit á dómstólum en nefnd skipuð dómurum úr hæstarétti og hérðasdómumm, má með sanni segja að eggið sé farið að kenna hænunni.
Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 20:55
Mín skilgreining á pólitískri ráðningu er þegar pólitíkusar skipa einhvern í einhverja stöðu. Svo einfalt er það. Sama hvaða flokkur eða pólitíkus á í hlut.
Ingólfur H Þorleifsson, 22.1.2008 kl. 12:46
Þá skildi ég þig rétt.
Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:06
Innlent | mbl.is | 23.1.2008 | 19:00
"Dómarafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna síðustu skipun setts dómsmálaráðherra í embætti héraðsdómara. Í ályktuninni segir m.a. að það sé álit stjórnar félagsins að ráðherra beri að hafa hafa umsögn nefndar til hliðsjónar við skipun dómara eða færa fyrir því viðhlítandi rök, en það hafi ráðherra ekki gert."
"Til þess að sjálfstæði dómstóla sé tryggt í raun skiptir verulegu máli hvernig staðið er að skipun í dómaraembætti. Hafa og ýmsar alþjóðlegar reglur verið settar til viðmiðunar til að stuðla að því að ákvarðanir um skipun dómara séu reistar á málefnalegum grundvelli."
Ingólfur. Þú hlítur að vera að springa að stolti yfir þínum mönnum....Svo telur þú þig hafa efni á að fussa yfir einhverjum andskotans jakkafötum.
Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.