Hvað dettur þessum mönnum í hug næst.

Ég get ekki séð nein rök fyrir því að Fischer verði grafinn á Þingvöllum. Maðurinn hefur verið hér í 3 ár með íslenskt ríkisfang af mannúðarástæðum. Hann hefur ekkert gert sem gefur tilefni til þess að hann hvíli á Þingvöllum.

Hann varð að vísu heimsmeistari á Íslandi, en það varð líka franska landsliðið í handbolta. Hvernig væri að þegar fram líða stundir að grafa þá bara alla á Þingvöllum. Fólk hlýtur að láta hug sinn í ljós í þessu máli ef mennirnir halda því til streitu.

Nei takk fyrir. Það er fullt af Íslendingum sem ættu frekar að hvíla í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum.

Menn mega ekki missa sig í bullinu......


mbl.is Fischer grafinn á Þingvöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú spurning hvort við Íslendingar ættum bara ekki að opna alþjóðakirkjugarð á Þingvöllum fyrir fræga sérvitringa og þekktar Hollýwood-stjörnur? Selja svo aðgang að garðinum. Ne, segi svona. Auðvitað á nafni minn ekkert erindi á Þingvöll. Hann gerði ekkert merkilegt fyrir Ísland nema að tefla hér við Spaský og rífa kjaft. Ef það eitt gefur aðgang að grafreiti á Þingvöllum, þá er nú fokið í flest...!

Róbert Schmidt

Robbi Schmidt (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 11:13

2 identicon

Blessaður kallinn hann Fischer var jarðsungin í kyrrþey í dag eða á sama degi og fráfarandi meirihluti borgarstjórnar var jarðaður en það var sko alls ekki gert í kyrrþey. Það eitt veit ég  En blessuð sé minning Fischers. Hann var ágætur þótt hann hafi verið með frægustu sérvitringum veraldar.

Róbert Schmidt

Robbi Schmidt (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband