14.1.2008 | 22:03
Hvernig væri að fá smá stuðning.
Eins og einhver kann að hafa heyrt um þá er körfuboltalið í Ísafjarðarbæ sem er að berjast við að komast í úrslitakeppni um sæti í efstu deild körfunnar. Við höfum leikið 8 leiki og eigum 10 eftir. Árangurinn er 4-4. Það er alltaf reytingur af fólki sem mætir á leikina og styður sitt lið í baráttunni. En það er ekkert í líkingu við það sem var fyrir nokkrum árum þegar Ísjakinn var troðfullur og önnur lið voru skíthrædd við að koma vestur.
Á undanförnum leikjum hefur lúðrasveit tónlistarskóla Ísafjarðar haldið uppi stemmingunni. Liðið er að verða sterkara eftir því sem að líður á mótið og það verður engin svikin af því að mæta á leik. Það er ómetanlegur stuðningur við okkur ef fólk fjölmennir og hvetur liðið áfram. Tókum nú höndum saman og endurvekjum þá stemmningu sem var fræg hér áður. Í Stykkishólmi og Borganesi er alltaf fullt hús og stemmningin ólýsanleg, hvers vegna ekki hér líka?
Hvar er allt gamla Ísfólkið sem mætti alltaf og hélt uppi gríðarlegri stemmningu með trommuslætti og klappi. Á föstudaginn klukkan 19.15 er heimaleikur á móti Þrótti úr Vogum og er það ósk okkar að fólk fjölmenni og styðji KFÍ til sigurs.
Allir í Jakann.....
Athugasemdir
Sæll Þorleifur.
Hvernig heldur þú að fólk nenni að horfa á þessa lúða vera að tuðrast með þennan körfubolta. Við eigum að byggja skautahöll þar sem ungmennin geta tekist á og grýtt manni og öðrum eins og Pétur Hoffmann forðum og nýju glímukapparnir okkar. Körfuboltinn er bara fyrir kerlingar.
kv sig haf
Sigurður j. hafberg (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:26
Körfubolti er alls ekki nema fyrir fólk sem er með athyglina í lagi því að leikurinn er svo hraður að heilinn verður að virka 100%. - Ég vorkenni fólki sem er of hægfara til þess að hafa gaman af körfubolta því íþróttin er ein af þeim vinsælli í heimi bráðskemmtileg. Ég bendi hægfæru fólki á íþrótt sem heitir fótbolti. Sú íþrótt er lika nokkuð vinsæl en samt íþrótt sem ákaflega lítið gerist í tæpa tvo tíma og endar oftar en ekki með 0-0 jafntefli. Gott er að horfa á þessa íþrótt í sjónvarpinu og fá sér lúr á meðan. Þulurinn vekur mann með látum ef eitthvað gerist.
Gló Magnaða, 15.1.2008 kl. 11:37
þú spyrð hvar er allt gamla ísfólkið?
ég spyr hvar eru allir gömlu leikmennirnir?
það var alltaf gaman að koma og horfa þegar maður vissi hverjir þetta voru þarna á vellinum.
núna er meira en helmingur mannanna þarna útlenskir...
það er ekkert gaman að horfa á svoleiðis leik...
þetta er ekki lengur kfí í mínum augum.. í mínum augum er þetta bara samansafn af evrópskum leikmönnum sem hafa ekki getu í meira en íslenskan amatör körfubolta.
Stígur Berg (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 20:10
þú ert nú sjálfur einn af þeim sem ætti að vera að spila núna en sprakkst á limminu eins og fleiri. Það skiptir engu máli árið 2008 hvaðan menn eru ef þeir eru tilbúnir að spila körfubolta á Ísafirði. Evrópa er orðið eitt atvinnusvæði. Það er alveg jafn gaman að horfa á þessa stráka sem eru núna í liðinu eins og áður. Í 12 manna hóp eru 7 Íslendingar og 5 útlendingar, mættu alveg vera fleiri heimamenn en það er takmarkað hvað maður nennir að dekstra mömmustráka sem eru ekki tilbúnir að leggja nokkurn skapaðan hlut á sig.
Ingólfur H Þorleifsson, 16.1.2008 kl. 22:23
Það er alltaf jafn gaman að lesa póst frá íþróttamönnum, sérstaklega þegar þeir skrifa um aðra íþróttamenn sem keppa fyrir okkur fyrir vestan. Þá er einnig forvitnilegt þegar maður les vott um útlendinga andúð. Við ættum að vita betur í dag að svæðið okkar er byggt af fólki sem er kærkomin sending frá Evrópu og víðar. En ég býst ekki við að allir séu jafn víðsýnir og ég. Ég einhvern veginn er smitaður af að reyna að elska náungann eins og biblían kennir og já að koma fram við aðra eins og ég vill að komið sé fram við mig. Þessir drengir eru frábær vibót við það góða fólk sem vinnur að körfunni og við værum fátækari án þeirra. Það er nú bara þannig í dag að Íslendingar eru einnig útlendingar í Evrópu, eða er það ekki það sama ???? hehehe.... Það er erfitt að vita hvar örkin liggja í þessum efnum
En hvað veit ég
Gaui.Þ
Gaui.Þ (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:16
Þeir vita það nú alveg þeir sem voru í þessu þegar ég var að ég einn af burðabitunum í mínum flokki, þar til hann lagðist af.
ég reyndi að byrja á seinasta ári en ofbauð þegar töluð var útlenska á æfingum og íslensku leikmennirnir sögðu varla stakt íslenskt orð á æfingunni :)
ég er ekki hissa á að það vanti heimamenn í liðið.
og Gaui ég er ekki með útlendinga andúð nema þegar of mikið er af því og þegar þeir læra ekki okkar tungumál ;)
t.d. er of mikið hér fyrir vestan, virðist stefna í að vera Mekka innflytjenda. eins og fram í fréttum áðan þá eru yfir 60% barna í skóla á flateyri með annað eða bæði foreldri útlensk!
Stígur Berg Sophusson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 02:25
Kæri Stígur.
Hvernig getur þú haldið fram að þú sért ekki með smá andúð þegar þú segir NEMA að þeir......., þetta eru afarkostir g ekki af hinu góða. Þetta góða fólk er að vinna við störf sem ekki næst að manna og halda uppi ýmsum atvinnugreinum. Einnig eru menn sem hingað hafa komið til dæmis í körfuna orðnir íslenskir þegnar og er það gott fyrir okkar samfélag. Við erum með frábæra drengi í körfunni hér sem eru frá Evrópu, þjálfari og leikmenn. saman erum við með lið sem heitir KFÍ og ég segi það aftur a mér er sama hvaðan leikmenn koma ef þeir eru til í að spila fyrir okkur. Það er sama hvaðan gott kemur !!
Það er gott að vita að þú ert með tölurnar á hreinu varðandi útlendingana. En þú ættir að tóna þetta aðeins niður hjá þér, þetta hljómar ekki vel.
kv.
Gaui
Gaui.Þ (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:09
Góðan daginn! Eigum við að r....
Stígur Berg Sophusson skrifar: "það var alltaf gaman að koma og horfa þegar maður vissi hverjir þetta voru þarna á vellinum. /núna er meira en helmingur mannanna þarna útlenskir... /það er ekkert gaman að horfa á svoleiðis leik..."
Þarna gætir ákveðins misskilnings hjá Stíg. Ingólfur er að hvetja til þess að fleiri komi á leiki og skemmti sér, og vísar til þess þegar mikil mæting var á þessa leiki. Það er nú bara svo að þessi sjónarmið sem Stigur setur fram hafa heyrst oft áður og var reyndar í kjölfar slíkrar umræðu ákveðið að reyna að vera nánast eingöngu með s.k. "heimamenn" í liðinu eitt árið. Næstu tvö árin eftir að það var reynt leiddu af sér tvennt, í fyrsta lagi féll KFÍ úr Úrvalsdeildinni og í öðru lagi fækkaði áhorfendum.
Það er nefnilega þannig að fjöldi áhorfenda virðist haldast í hendur við árangur á vellinum. Ætli ríkisfang leikmanna okkar skipti öllu máli? Ég held ekki og tel að mun fleiri þættir séu ekki síður mikilvægir. Flestir mæta á leiki til þess að skemmta sér og það finnst flestum ekkert gaman að tapa.
Óskastaða hvers keppnisfélags hlýtur að vera að ala upp sem flesta leikmenn sem eru tilbúnir til keppni í meistaraflokki. Ef það nægir ekki til verður að grípa til einhverra ráða eða bara hætta.
Helgi Kr. Sigmundsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 16:16
Ég mætti á leik í fyrsta skipti í langan tíma sl. laugardag. Það er skemmst frá því að segja að ég skemmti mér frábærlega enda var leikurinn spennandi fram á síðustu sekúndu. Það skiptir mig ekki nokkru máli hvaðan leikmennirnir koma ef þeir spila skemmtilegan körfubolta.
Eitt er víst að ég mæti aftur.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 17.1.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.