5.12.2007 | 20:15
Löngu tímabært
Þetta nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar er löngu tímabært. Þetta hefur verið það sem mér hefur þótt verst við minn góða flokk. Eftir 16 ár í ríkisstjórn hefði átt að vera búið að gera þetta fyrir löngu. Sama má segja um það sem kom inn s,l, sumar um að fólk sem orðið er 70 ára geti unnið áfram án þess að lífeyrir þess skerðist. Best hefði verið að stíga skrefið til fulls og miða við 67 ára aldur.
Fólk í dag er oft í fullu fjöri á þeim aldri og vill og getur unnið lengur og er alls ekki tilbúið að hætta störfum. Það sem þarf að gera líka er að breyta kerfinu þannig að ef fólk fellur frá áður en það fer að taka út sinn lífeyri þá renni hann til eftirlifandi maka. þetta eru peningar sem fólk hefur greitt af sínum launum og því eiga þessi réttindi að erfast eins og réttindi í séreignasjóðum gera.
Það er með ólíkindum að stjórnendur lífeyrissjóða skuli geta braskað með almannafé. það eru nú dæmi um að sjóðir hafi orðið gjaldþrota vegna rangra ákvarðana stjórnenda. það er ekkert nema eðlilegt að fólk fái að njóta þeirra vaxta sem verða til af þeirra peningum. Fólk á hiklaust að borga í séreignasjóði, ég er að greiða í tvo slíka og sé fram á náðuga daga þegar ég hætti að vinna eftir 30 ár eða svo.
Aldur er afstæður.....
Tekjur maka skerði ekki bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér með þetta útspil, núna er komin meiri félagslegur vinkill á ríkisstjórnina og sannarlega komin þörf á að taka aðeins til hendinni í þeim málaflokki.
Karl Jónsson, 6.12.2007 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.