Þetta fer nú að verða vandræðalegt fyrir afturhaldskommana í VG.

vgAlveg er þetta frábært hvernig VG eru á móti öllum mögulegum hlutum. Það fer allur þeirra kraftur í þinginu í að agnúast út í öll mál. Restin af stjórnarandstöðunni er ekki einu sinni samstíga þeim í þessu máli varðandi þingsköp alþingis. 

Hvað er svona slæmt við það að bæta störfin í þinginu og gera vinnustaðinn fjölskylduvænni. Það geta allflestir verið sammála um að það er löngu tímabært að taka á málþófi Jóns Bjarnasonar og félaga sem standa og blaðra um allt og ekkert, svo engin man eftir hvað var verið að tala um.

Maður getur rétt ímyndað sér hvernig málum yrði háttað ef þessir afturhaldsseggir kæmust til valda. það er alveg sama hvaða mál koma upp þar sem á að breyta eða bæta, VG liðar finna málunum allt til foráttu. Þeir tala um að það eigi að keyra málið í gegn án samþiggis stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Man einhver eftir máli sem hefur farið í gegn með þeirra samþiggi. 

Mikið hlýtur það að vera leiðinlegt að vera svona rosalega neikvæður.

Eða hvað.....


mbl.is VG mótmælir harðlega frumvarpi um þingsköp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Er þeta ekki full neikvætt hjá þér?

Ólafur Þórðarson, 3.12.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það má vel vera að þér finnist það. Ég er kannski bara að reyna að setja mig í þeirra spor.

Ingólfur H Þorleifsson, 3.12.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

"Maður getur rétt ímyndað sér hvernig málum yrði háttað ef þessir afturhaldsseggir kæmust til valda."

Það myndi eflaust ganga illa, að þrífa út skítinn eftir Sjálfstæðisflokkinn.

Benjamín Plaggenborg, 3.12.2007 kl. 21:12

4 identicon

Eg er alveg sammála þér Ingólfur, V.G er komið út í tóma vitleisu í þinginu. þetta fólk kæmist sem betur fer aldrei til valda, þvi að það verður fljótlega á móti sjálfum sér, og dettur út af þingi.

bjarni kjartansson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 23:04

5 Smámynd: Gló Magnaða

Ísland er best í heimi!!   Þannig að einu áhyggjurnar sem þarf að hafa er hvað alþingismenn eiga að tala lengi og í hvaða lit hvítvoðungar liggja í á spítölum.

Gló Magnaða, 5.12.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband