30.11.2007 | 21:52
Jólasteikin.
Á visir.is í kvöld er sagt frá að rjúpnavertíðin er búin og veiðin var slæm. Þar er líka sagt frá að stykkið af rjúpunni sé að fara á 7000 kall. Er ekki í lagi með fólk. Ég á 14 rjúpur í kistunni sem mér reiknast til að séu 98 þúsund króna virði. Þó að rjúpan sé herramannsmatur þá er þetta nú full mikið af því góða.
Þetta er afleiðingin af sölubanni umhverfisráðherra. Það lagar ekki neitt að takmarka veiðar og banna sölu á rjúpum. Ef fræðingar og ráðamenn óttast um rjúpuna þá á að friða hana alveg. Það er löngu vitað að 10% af veiðimönnunum eru að veiða 90% af þeim fuglum sem skotnir eru. Hitt eru þeir sem veiða bara í matinn fyrir sig og sína.
Ég fór ekki að borða rjúpur fyrr en ég flutti að heiman frá foreldrum mínum. Pabbi veiðir að vísu alltaf rjúpur en þær voru ekki borðaðar hjá okkur. Hamborgarhryggurinn er minn jóla matur, en ef svín verða friðuð í nánustu framtíð þá mun ég ekki borga morðfjár til að fá hrygg í jólamatinn. Ég mun hins vegar njóta þess að borða rjúpurnar mínar vitandi það að þetta er dýrasta steik á Íslandi í dag.
Rjúpur seldar á 7000 kall stykkið......
Athugasemdir
Það er af sem áður var að rjúpan sé jólamatur fátæka fólksins.
Páll Guðmundur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.