26.11.2007 | 12:15
Svefnvandamál iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson fer mikinn á bloggi sínu þegar flest annað fólk sefur. Hann er í stjórn á daginn en stjórnarandstöðu á nóttinni. Núna síðast var hann að skrifa um málefni Orkuveitunnar og hversu miklu hún komi til með að tapa á því að ekki hafi orðið að sameiningu Geysir Green og REI. Þar telur Össur að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafi valdið þessu tjóni. Er Össur búinn að gleyma að það var Svandís Svavarsdóttir sem setti af stað þann leikþátt sem á endanum varð til þess að þetta samrunaferli fór í vaskinn.
Það er með ólíkindum að ráðherra í ríkisstjórn sitji við tölvuna, á miðri nóttu tæplega allsgáður og skrifi svona um bæði pólitíska samverkamenn og andstæðinga. Það er ekki stórkallalegt að uppnefna fólk eins og Össur gerir þegar hann kallar Júlíus Vífil "Fífil. Held að þú Össur Skarphéðinsson ættir að einbeita þér að þeim verkefnum sem þér voru falin til eflingar landsbyggðinni nú í miðjum kvótaniðurskurðinum, frekar en að sitja á nóttinni og bulla á lyklaborði þegar þú átt að vera sofandi.
Er slæm samviska ástæðan fyrir svefnleysinu.....
Gæti sín á stóryrðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já Ingólfur, eins og einhver sagði; hversu blindur getur maður orðið?
Ég held að þú ættir nú að hafa minnstar áhyggjur af því hvað aðrir eru að bulla í sínum frítíma, ef þú virkilega trúir því sem þú ert að skrifa. Uppreisnin á Baunty var ekki staðreynd út af áhöfnum á öðrum skipum, það var innanbúðar mál, sem snertu áhöfn þessa skip og skipstjóra þess. Það er alveg sama hvað Svandís Svavarsdóttir gerði í þessu máli, það voru aðrir sem sköpuðu aðstæðurnar og það voru sjálfstæðismenn.
Og það er hreint ekki skrítið að þú sért HNEIKSLAÐUR á að ráðherra í ríkisstjórn sé að blogga um samstarfsmenn og andstæðinga. Það verðurvíst seint sagt um sjálfstæðismenn að þeir geri svoleiðis og þá allra síst bloggari da...ns Björn Bjarnason..........
En að uppnefna fólk gerir menn ekki að neitt meiri mönnum, því erum við sammála og vísast erum við þá sammála um það að Davíð nokkur Oddson sé einn af þeim minstu, því í sinni stjórnmálatíð var hann einmitt snöggur til að henda fúkyrðum í menn og málefni. Halldór Blöndal verður eins og viðvaningur í þeim samanburði.
En í alvöru, þá held ég að það sé rétt ákvörðun hjá þér að sleppa því að vera að mæta á körfuboltaleiki hér heima, ef veruleikaskynjun þín er svona . . . hlutdræg.
Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 23:49
Gaman að sjá að þú hefur gefið þér tíma til að líta upp úr ævisögu Guðna Ágústssonar. Þær aðstæður sem að þú talar um eru akkúrat það sem Össur er að harma að séu ekki lengur fyrir hendi. Þú ert jafn fljótur að gleyma Siggi ef þú heldur að Sjálfstæðismenn hafi skapað þessar aðstæður. Það var nefnilega þinn maður Björn Ingi, ásamt Vilhjálmi og nokkrum gæðingum úr fjármálageiranum sem sköpuðu þessar aðstæður, ekki Sjálfstæðismenn. Óeiningin innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna var vegna þess að sexmenningarnir höfðu ekki hugmynd um hvað var í gangi. Davíð Oddson var oft dóni í samskiptum við annað fólk og er enn. Mín skoðun er sú að hann hafi setið nokkrum árum of lengi. Það var kominn viss leiði í hann. Sama má segja um þinn gamla formann Halldór Ásgrímsson.
Varðandi körfuboltastarfið þá er þér velkomið að taka þátt í því, það vantar alltaf gott fólk í íþróttahreyfinguna. Þeir eru nú fáir leikirnir sem ég hef ekki mætt á síðustu tíu ár. Leikurinn á föstudaginn var einn af þeim. Það var vegna þess að ég var með dóttir mína hjá lækni fyrir sunnan og það var ákveðið löngu áður en dregið var í bikarnum. Þú getur bókað að ég verð á leiknum á föstudaginn, en hvað með þig ?
Ingólfur H Þorleifsson, 27.11.2007 kl. 07:58
Sæll Ingólfur.
Já þó svo að Brúnustaðadrengurinn standi alltaf fyrir sínu, hef ég alltaf tíma til að kíkja á bloggið hjá þér. Hér er mikill fjöldi ódauðlegra setninga og hreinlega bráðnauðsyn að kíkja hér inn að minnstakost hvern dag.
En ég er engu nær um það hvaða sök Svandís Svavarsdóttir á í þessu máli. Ég get svo sem skilið að Birni Inga sé kennt um allt og auðvitað Vilhjálmi, en hvernig fyrverandi minnihluti spilaði þá kemur málinu ekkert við. REI-ævintýrið var auðvitað á ábyrgð meirihlutans, þáverandi og þess flokk sérstaklega sem fór með málefni Orkuveitunnar fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Og það ku vera Sjálfstæðisflokkurinn!
EN þó svo að sexmenningarnir hafi verið ósáttir við það að vita ekki hvað var í gangi, get ég ekki séð með neinum hætti HVAÐ ÁTTI AÐ LAGAST VIÐ ÞAÐ AÐ SELJA HLUT ORKUVEITUNNAR Í REI. Það var svokölluð sáttaleið meirihluta borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Sáttaleið í innanflokksátökum sjálfstæðisflokksins var að snarvenda frá útrás orkugeirans, einhvað sem menn þræta svo fyrir í dag og enginn þykjist vita neitt. Skamm Svandís....eða einhvað.
En ég sé að við erum þó sammála um einhvað. Fyrrum formenn okkar flokka voru of lengi við völd. Ég er alveg gallharður á því, Halldór Ásgrímsson átti að vera löngu hættur og Framsóknarflokkurinn hefði líka átt að vera löngu hættur í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. En við erum kanski ekki sammála um þann lið.
En ekki vera að taka frá sæti fyrir mig á vellinum, ég á ekki von á því að ég mæti í bráð, það vantar einhvað upp á áhugann eða kanski ég sé bara ekki nógu hlutdrægur ?
Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.