Hvernig getið þið búið þarna ?

Þessa spurningu fáum við oft og iðulega sem búum hér fyrir vestan. Sumt fólk fyrir sunnan heldur að hér sé alltaf allt ákafi í snjó, og snjóflóð  flæði hér yfir allt. Ég held að þetta sé vegna þess að fólk veit ekki betur. Fjölmiðlar keppast við að blása upp hverja smá spýju sem rennur niður halla. Sama sagan virðist vera ef smá skjálftar hrista aðeins undir sunnlendingum.

Við sem höldum úti körfuknattleiksstarfi hér fyrir vestan lendum nokkuð oft í því að foreldrar þora ekki að senda börnin sín hingað vestur til keppni vegna þess að það heldur að hér falli snjóflóð ótt og títt. Fólk velur sér ekki búsetu út frá fréttaflutningi af snjóflóðum og jarðskjálftum. Það er öruggt að allir staðir hafa sína kosti og galla sama hvort það er Ísafjörður, Selfoss, Reykjavík eða Akureyri.

Það er frábært að búa hér.....


mbl.is Jarðskjálftahrinan stendur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já ég skil vel þú spyrjir ég er nú borinn og barn fæddur vestfirðingur ( dóttir Hilmars á Vís ) og ég var stödd í nóatúni ofan á sjálfri sprungunni í gær þegar sá stærsti kom og mér var sko alls ekki sama og konurnar með innkaupakörfurnar sínar kiptust ekki einu sinn við greinilega orðnar vanar enhér hefur allt hrist og skolfið í alla nótt og í morgun og er enn..... er ekki frá því að ísfirska hjartað skelfi mest....;)

Hugrún Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 08:29

2 Smámynd: Gló Magnaða

Hahaha... Ég notaði einmitt þessa fleygu setningu í gær:

"hvernig dettur fólki í hug að búa þarna"

Gló Magnaða, 21.11.2007 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband