12.11.2007 | 11:54
Óþekkur formaður.
Það er óhætt að segja að leikur KFÍ og Breiðablik hafi verið fjörugur og úrslitin réðust ekki fyrr en á loka sekúndunum. Það er mikil framför í mínum mönnum, en líkt og undanfarin ár erum við einum til einum og hálfum mánuði á eftir áætlun. Dómgæslan var ansi hreint skrautleg. Ég gerði ítrekaðar tilraunir til að vekja annan dómara leiksins en það endaði með því að hann rak mig út úr húsinu.
Það er ekki á hverjum degi sem allir hlutaðeigandi, þjálfarar beggja liða, leikmenn, starfsmenn og áhorfendur eru sammála um frammistöðu dómara, en í þetta skiptið var það svo. Þetta var án efa slakasti leikur hans á ferlinum og ég gat bara ekki stillt mig um að benda honum á það. Auðvitað á maður að hemja sig og halda aftur af sér en í þetta skiptið fór þetta svona. Ég mun nú reyna að halda mig á mottunni í framtíðinni.
Batnandi mönnum er best að lifa.....
Athugasemdir
Já þetta var frekar döpur dómgæsla vægast sagt og er alls ekki boðleg. Þetta atriði með brottvísunina var frekar hallærislegt, stoppa leikinn, senda manneskju af ritaraborðinu til þess að ná í húsvörðinn og láta hann vísa þér út. Fólk átti eiginlega ekki til orð.
Gló Magnaða, 12.11.2007 kl. 12:45
Var einhver sem skráði athugasemdir þínar hjá sér? Mér þætti gaman að fá að lesa hvaða orð þú lést flakka. Ef ég þekki þig rétt hefur það verið einhver skrautleg samsuða.
Karl Hallgrímsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 13:28
Kannski það komi ekki nóg og skýrt fram en Ingó sat á áhorfendabekkjunum. Held hann hafi ekkert verið að segja verri hluti en aðrir þarna inni. Fólki var hreinlega nóg boðið.
Það er alltaf verið að hvetja fólk til þess að mæta á leiki vegna skemmtunarinnar. Skemmtanagildið minnkar verulega við svona frammistöðu starfsmanna leiksins.
Gló Magnaða, 12.11.2007 kl. 15:18
Hefur þú aldrei farið á leiki Karl?
Að mínu mati er þetta hin besta úrás og skemmtun sem maður getur fengið.
Æ, Golli, varstu ekki diplómatískur svo jaðraði við ósvifni,
það er ætíð best, þá vita þeir ekki hvað þeir eiga að segja, en það er sko erfitt, þarf eiginlega joga aga til að framfylgja því.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.11.2007 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.