Ber dauðann í sér.

Held að Geir H Haarde hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann tók svona til orða. Þessi meirihluti er hvorki fugl né fiskur. Hvernig ætlar þetta fólk að koma sér saman um málefni sem þau hafa rifist um í marga mánuði. Það er ljóst að einhver verður að bakka með sína afstöðu í mörgum veigamestu málaflokkunum.

Svandís Svavarsdóttir hefur ekki verið svipur hjá sjón síðan Björn Ingi tæklaði hana. Hvers vegna getur hún ekki stutt bókun sem er samhljóða hennar eigin bókun frá fundi í stjórn Orkuveitunnar. Hvers vegna hefur Björn Ingi ekki lagt öll spilin á borðið. Ég fæ með engu móti séð hvernig þetta fólk ætlar að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut yfir höfuð.

Það verður gaman að fylgjast með í framhaldinu hvernig saumaskapurinn gengur hjá meirihlutanum. Sjálfstæðismenn virðast ætla að mæta meirihlutanum af fullum krafti, þó svo að fyrirliðinn sé brotinn á báðum. Það er undarlegt að tefla fram leikmanni sem er ekki í formi fyrir átökin. Það hlýtur að verða tekið á því.

Spilaborg sem hrynur.....


mbl.is Ný borgarstjórn sökuð um heigulshátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Nú þurfa menn að skríða uppúr hinum pólitísku skotgröfum og sameinast um að komast útúr þessu OR/REI öngstræti.  Það engum til góðs að halda málinu áfram á þessum nótum.  Allt batteríið þarf að rannsaka og reka síðan hinu seku.  Loka REI og lífið heldur áfram!

Auðun Gíslason, 16.10.2007 kl. 20:36

2 identicon

Maður veltir fyrir sér hvort sjálfstæðismenn hafi aðeins farið út af sporinu fundi borgarstjórnarinnar í dag.

Þeir létu skammirnar dynja á Birni Inga.

Allt í einu er eins og sjálfstæðismenn hafi hvergi komið nærri því að sameina REI og GGE.

Sá málflutningur að valinn hópur framsóknarmanna græði milljarða er heldur ekki sannfærandi. Með því gefa sjálfstæðismenn raunar til kynna að í þessu ævintýri sé gríðarleg gróðavon.

Hins vegar láta þeir þess ekki getið að mektarmaður úr Sjálfstæðisflokknum á stærri hlut í batteríinu en frammararnir. Hinir stóru hákarlarnir eru varla framsóknarmenn heldur – ekki nema kannski þegar hentar þeim.

(Mun þetta vera í fyrsta sinn sem ég ber í bætifláka fyrir Finn Ingólfsson og co.)

Maður veltir reyndar fyrir sér hvort ræður borgarfulltrúanna hafi í rauninni beinst svo mjög að Birni Inga eða nýja meirihlutanum eða hvort þær séu kannski partur af átökum innan flokks.  *** Silfur Egils*****

leeds (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 20:45

3 identicon

 Ragnar Reykás.  Þið sjálfstæðismenn þurfið virkilega á sáluhjálp að halda.

"Held að Geir H Haarde hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann tók svona til orða. Þessi meirihluti er hvorki fugl né fiskur. Hvernig ætlar þetta fólk að koma sér saman um málefni sem þau hafa rifist um í marga mánuði. Það er ljóst að einhver verður að bakka með sína afstöðu í mörgum veigamestu málaflokkunum."

 Þú getur alveg eins verið að tala um núverandi ríkisstjórn.  Ég veit ekki betur en að sjálfstæðisflokkur og samfylking hafi verið tveir andstæðir pólar fyrir síðustu kosningar.  Og úr því að mannauminginn hann Geir Hilmar, kann ekki mannasiði og lætur svona útúr sér, er vert að minna þig Ingólfur, á það að sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað landinu í allnokkur ár, og þau ár hafa verið þau verstu fyrir fólk á landsbyggðinni síðan landið fékk sjálfstæði.  Það má með sanni segja að stjórn sjálfstæðisflokksins  á landinu beri dauðann í sér fyrir landbyggðina.

En það sem er samt mest áberandi í þessu máli er það, að sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í þessu máli.  Á íslensku er stundum sagt að menn skíti í buxurnar og það gerði borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna svo sannarlega og langt upp á bak.  Í fleiri daga voru krísufundir í flokknum án oddvitans í borginni, meðal annars með formanni og varaformanni flokksins.  Útkoman úr því var sú að Villa var styllt upp við vegg og píndur til að kyngja því að OR seldi sinn hlut í sameinuðu útrásarfyrirtæki, næst var gengið á Björn Inga og átti að pína hann til þess líka.  Hann sagði NEI, en eins og einhver borgarfulltrúinn sagði, þá mátti alveg leysa þessi mál ef hann hefði bara samþykkt það sem þau sögðu........  Í dag vill enginn borgarfulltrúi sjálfstæðismanna selja hlut OR í REI og helst vilja þeir allir bakka aftur út úr þessari vitleysu.  Svo dettur þessu fólki í hug að kalla annað fólk gungur........

Og eitt að lokum, er það virkilega það skelfilegasta sem menn vita í sambandi við samruna fyrirtækja, útrás, einkavæðingu og þvíumlíkt að FRAMSÓKNARMENN græði einhverja peninga.  Kommon 2,2% eignaraðild.  Er semsagt búið að fullkanna það að enginn sjálfstæðismaður eigi neitt í sameinuðu félagi.............  líklegt.

Siggi Hreins (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 00:07

4 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Þú ert fljótur að gleyma Siggi. Var ekki Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum öll þessi ár. Veit ekki betur en að Valgerður Sverrisdóttir hafi farið með byggðamál og Kristinn vinur þinn Gunnarsson hafi eyðilagt byggðastofnun svo að hún var steingeld til allra verka lengi vel. Þið getið nú ekki látið eins og þið hafið ekki komið nærri. 

Auk þess sem Halldór Ásgrímsson, sem þinn maður Björn Ingi kýs að stinga í bakið nú, kom á kvótakerfinu og ekki hefur það verið hliðholt landsbyggðinni. Ekki var Sjálfstæðisflokkurinn við völd þá.  

Vertu alveg viss um það að þessu REI máli er ekki lokið á nokkurn máta, og Björn Ingi hefur ekki lagt öll spilin á borðið enn.

Farðu svo að rifja upp ykkar þátt í stjórnun landsins síðustu tólf ár og þá mun renna upp fyrir þér ljós. Það hefur nefnilega verið mesta blómaskeið í sögu okkar litla lands. Sjálfstæðisflokkurinn var kjölfestan í því góða samstarfi.

Ingólfur H Þorleifsson, 17.10.2007 kl. 06:54

5 identicon

Ingólfur, ég man vel hverjir voru í ríkisstjórn þessi ár með sjálfstæðisflokknum.  Og gleymi því heldur ekki að sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf bennt á samstarfsflokkinn í erfiðum málum.  Við skulum til dæmis ekki gleyma því að Alþýðuflokkurinn var í stjón með Davíð árin 1991 til 1995.  Það má segja að það samstarf hafi nánast gengið af Alþýðuflokknum dauðum og það mikla heiðursmannasamkomulag sem þeir félagar gerðu í Viðey, var ekki mikið að flækjast fyrir Davíð við næstu kosningar.  Það vita það allir sem vilja að þessi tólf ár sem sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, stjórnuðu, voru ágæt að mörgu leiti, EN sú byggðarröskun sem orðið hefur á þeim tíma hefur einnig verið þjóðinni dýrkeypt og sérstaklega þeim samfélögum sem helst hafa orðið fyrir þeim, eins og hér fyrir vestan eins of þú átt að sjá.  Og mundu það líka að framsóknarflokkurinn stjórnaði síðast sjávarútvegsráðuneytinu árið 1991.  Síðan þá hefur hver vitleysingurinn á fætur öðrum ráðið þar húsum.  Og staðan í sjávarútveginum í dag er sú að einyrkjar og minni útgerðir eru á síðustu blóðdropunum.

Þau orð sem Björn Ingi lét falla á fundi framsóknarmanna á dögunum eru af einhverjum undarlegum ástæðum eins og eitur í beinum sjálfstæðismanna.  Ég hef ekki enn hitt einn framsóknarmann sem er ósáttur við þessi ummæli.  Kanski takið þið þetta beint til ykkar?  Hafið þið kanski slæma samvisku einhverstaðar, td í Íraksmálinu ?????

Ég er líka alveg sannfærður um að það séu ekki enn komin öll spil á borðið í REI málinu, og ekki gott að segja hvað meira Villi er búinn að vera að ljúga um, því hann er sá einstaklingur sem ber mesta ábyrgð í málinu og jafnframt sá sem hefur oftast verið staðinn að lygum.

Þú mátt kalla þetta tímabil blómaskeið, en mundu þá líka að tíminn sem R-listinn var við völd (síðast) var líka sannkallað blómaskeið fyrir Reykjavík.  Hinsvegar það sem mér finnst að standi uppúr eftir valdaskeið ríkisstjórna sjálfstæðismanna, er það að misrétti og misskipting í landinu hefur aldrei verið meiri, á öllum sviðum, og ekki síst í skiptingu fjár milli ríkis og sveitarfélaga, eins og þú ættir að sjá.

Siggi Hreins (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 08:40

6 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Hvað jukust skuldir Reykjavíkur um mikið í tíð R-listans ? 30 milljarðavar það ekki. Sjávarútvegurinn í heild sinni hefur aldrei staðið betur þó svo að eitt og eitt fyrirtæki sé að berjast í bökkum.Sjávarútvegurinn var rekinn með bullandi tapi í langan tíma hér áður fyrr, þar sem gengisfellingar voru tíðar til að hjálpa fyrirtækjunum. Helsta ástæðan fyrir því að störfum hefur fækkað í sjávarútveigi er sú mikla hagræðing sem orðið hefur. Þú átt nú þinn þátt í því líka því að þau fyrirtæki sem hér voru og eru sem framleiða tæki til sjávarútvegs hafa þróast og vaxið mikið einsog þú veist. Þau vinna að því að fækka fólki í sjávarútvegi.

ÉG get alveg verið sammála þér með það að Vilhjálmur á stóran þátt í þessu REI máli og ég hef ekki dregið dul á það að ég vill að hann hætti afskiptum af borgarmálunum.  En mundu það að þáttur Björns Inga er ekki minni. Hann er bara ekki allur kominn fram í dagsljósið. Varðandi tekjuskiptingu sveitarfélaganna þá er það hárrétt hjá þér að hún er kolröng og þarf að lagast sem allra fyrst.

Ingólfur H Þorleifsson, 17.10.2007 kl. 09:40

7 identicon

  Ég ætla nú að byrja á því að gleðjast yfir því að við skulum vera sammála um einhvað, samanber skiptingu tekjustofna ríkis og sveitarfélaga.

Og gott hjá þér að kenna mér, helvískum framsóknarmanninum um fækkun starfa í fiskvinnslu.  Ég skal taka það allt á mig, og tek það sérstaklega fram að ekkert af því er á ábyrgð stjórnenda eða eigenda Marel.  Sérstaklega ekki ef þeir eru í sjálfstæðisflokknum

En að skemmtilegri hlutum.  Ég viðurkenni fúslega að ég hef ekki hugmynd um það hvað skuldir Reykjavíkurborgar hafa hækkað á liðnum árum.  Hvorki á tímum hægristjórnar né vinstristjórnar.  Renni samt í grun um að þar sé ekki svo ólíku saman að jafna.  En ég fann aðrar tölur í þessu sambandi: 

  • "Skuldir þjóðarinnar hafa aukist gríðarlega. Ef litið er til skuldastöðu heimilinna þá voru þær um 180% af ráðstöfunartekjum samanborið við 20% árið 1980."     
  • "Frá árinu 1995 til 2000 hækkuðu skuldir í sjávarútvegi um 60,4%, eða úr kr.108 milljörðum í kr. 173 milljarða á  föstu verðlagi."   
  • "Í árslok 2002 námu skuldir íslenskra fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja tæplega einni og hálfri landsframleiðslu sem eru meiri skuldir en í nokkru öðru landi samkvæmt sambærilegum gögnum. Sem sagt heimsmet."
  • "Heildarskuldir sjávarútvegsins hafa farið vaxandi síðustu ár og voru árið 2000 um 1,8 sinnum meiri en verðmæti útfluttra sjávarafurða."

"Það er orðið löngu tímabært að sjávarútvegsráðherra fari að horfast í augu við raunveruleikann í íslenskum sjávarútvegi. Upphaflegt markmið kvótakerfisins að byggja upp þorskstofninn hefur algerlega mistekist enda er aflinn nú helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Skuldir sjávarútvegsins hafa margfaldast þrátt fyrir að skipakostur Íslendinga sé að úreldast og afkoman í greininni er óviðunandi."

Það er eitt með þinn málflutning, Ingólfur, sem ég get ekki skilið.  Að vera með tvær ólíkar skoðanir á sama málinu.

Siggi Hreins (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband