5.10.2007 | 19:40
Er Villi kannski ekki svo góður.(uppfært)
Kjörinn fulltrúi fólks í Reykjavík hefur ekkert leyfi til að leggja þessa peninga í áhættu fjárfestingafyrirtæki án þess að ráðfæra sig við eigendurna fyrst. Orkuveitan á ekki að vera að vasast í svona málum, hún á fyrst og fremst að sjá til þess að fólk hafi heitt og kalt vatn ásamt rafmagni. Það er vitað að fyrirtæki sem stjórnað er af lýðræðislega kjörnum fulltrúum annars vegar og einkafyrirtæki hinsvegar rekast ekki vel saman.
Hlutafjárkaup starfsmanna eru líka ámælisverð. Hversvegna hafa ekki allir starfsmenn jafnan kauprétt. Sumir fá að kaupa fyrir 100-300 þúsund á meðan aðrir fá að kaupa fyrir 10-30 milljónir. Hvers vegna fá ekki bara allir að kaupa í þessu fyrirtæki allavega allir Reykvíkingar, þeir eiga jú fyrirtækið ásamt Akurnesingum og Borgfirðingum. Menn geta ekki farið með almanna fé eins og þeir eigi það sjálfir, ekki heldur borgarstjórinn í Reykjavík.
Björn Bjarnason talar um það á heimasíðu sinni að minnihlutinn í stjórn orkuveitunnar fá litlar upplýsingar og að málinn séu ekki rædd í borgarráði og borgarstjórn. Það eru ekki nokkur vinnubrögð að fulltrúar fólksins fái ekki að fylgjast með hvað fer fram í stjórn fyrirtækis í þeirra eigu. Björn talar um að hann hafi búist við breytingum með nýjum mönnum. Það er greinilegt að Vilhjálmur vinnur alveg eins og það fólk sem hann gagnrýndi hvað mest á síðasta kjörtímabili.
Mér finnst að framkoma Vilhjálms í þessu máli sé döpur og hvernig hann hunsar samstarfsfólk sitt er honum til skammar. Mér fyndist ekkert athugavert við að sjálfstæðismenn í Reykjavík skipti um fulltrúa í stjórn orkuveitunnar. Held að þeir ættu jafnvel að skipta bara um borgarstjóra líka. Vilhjálmur fær örugglega vinnu hjá félögum sínum í fjármálageiranum. Þá getur hann farið með þeirra peninga eins og honum sýnist.
Spilling í Orkuveitunni.....
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á fund Geirs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sælir
Það er spurning hvað Sjallarar muni gera. Til að losna við spillingarstimpilinn, þá þarf að skipta um borgarstjóra.
mbk.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.