Okrarar !

Það er gaman að sjá svart á hvítu hvað menn geta okrað á viðskiptavinum sínum. Það er komið að því að skipta um pústkerfi undir bílnum mínum. Það lá beinast við að kanna fyrst hjá umboðinu sem er Hekla. Þar kostar kerfið 74.042 krónur. Þá á eftir að koma því undir. Ég er reyndar svo heppinn að geta gert það sjálfur. Sölumaðurinn sagði mér stoltur að þetta væri allt til á lager. Ég sagði honum að ég væri ekki hissa á því, það gæti ekki verið að nokkur maður keypti þetta fyrir þennan pening. Honum fannst það ekkert voðalega sniðugt hjá mér.  Ég veit fyrir víst að menn hafa verið að láta smíða svona kerfi fyrir sig fyrir rúmar 20.000 krónur undir komið.

IMG_0872Það er ótrúlegt að fyrirtæki okri svona á viðskiptavinum sínum, sem kannski vita ekki betur. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem ég sé vinnubrögð þessa fyrirtækis. Fyrir nokkrum árum fór ég með bíl í smávægilega viðgerð. Þegar bíllinn var sóttur þá var búið að gera hitt og þetta sem ekki hafði verið beðið um og reikningur upp á tugi þúsunda beið mín. Ég var að sjálfsögðu ekki sáttur og fór í málið.

Bíllinn sem ég átti þá var skráður í tölvukerfi fyrirtækisins á konuna sem átti hann á undan mér. Þeir hafa sjálfsagt haldið að hún tryði öllu sem þeir þóttust hafa fundið að bílnum. En þarna gerðu þeir stór mistök því ég hafði unnið á bílaverkstæði í mörg ár, og alltaf gert við mína bíla sjálfur en vegna þess að ég var staddur í Reykjavík fór ég á verkstæði.

Það er skemmst frá því að segja að ég gat rekið megnið af því sem þeir sögðu hafa verið bilað ofan í þá aftur. Þeir dæmdu t.d. kertin ónýt, en þau voru sett ný viku áður. Ég fékk reikninginn lækkaðan um 60% og það segir nú ýmislegt um vinnubrögðin. Það er full ástæða til að fólk hafi varann á sér í viðskiptum við þessi stóru fyrirtæki og kynni sér vel og beri saman verð áður en ákveðið er að kaupa varahluti eða þjónustu. Það er á hreinu að ég kaupi ekki pústkerfið í Heklu.

 Glæpa álagning ekkert annað......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Steingrímur Rúnar Guðmundsson

Þú ferð í málið og ferð út í framleiðslu á pústkerfum. Það má kannski þrykkja vestfjarðalogoinu á þau:o)

Steingrímur Rúnar Guðmundsson, 19.9.2007 kl. 15:08

3 Smámynd: gudni.is

Sæll bloggfélagi.

Það er ýmislegt til í þessum skrifum þínum þó ég sé alls ekki sammála þeim að öllu leiti. Það er alveg rétt hjá þér að fólk þarf að vera með opin augun gagnvart verðlagi á ýmsum svona hlutum.

Þú getur hinsvegar engan vegin borið saman verð á orginal pústkerfi í svona jeppa og svo einhverri low-budget sérsmíði?? Það er ekki sanngjarn samanburður. Þetta verð upp á 74 þús finnst mér reyndar vera alveg í hærra lagi, en alls ekkert agalegt samt ef um er að ræða komplett pústkerfi í MMC Pajero jeppa? Þar er um að ræða vandað kerfi sem þú getur nánast bókað að endist í ca. 8-10 ár.
Ef þú kaupir ódýrt aftermarket pústkerfi eða lætur sérsmíða þá geturðu alls ekki verið viss um að það endist í meira en 2-3 ár eða max 5 ár að mínu mati. Það getur hinsvegar alveg verið raunhæft í bíla sem farnir eru að eldast. Þú nefnir að láta smíða kerfi undir komið fyrir um 20 þúsund, það stenst ekki því miður held ég í dag.

Ég hef oft og mörgum sinnum heyrt alveg út úr fáránleg verð á varahlutum hjá Heklu (og hjá fleiri aðilum), en þá er um að ræða margfallt íktari tölur en þetta sem þú nefnir.

Ég þekki þennan bransa mjög vel. Ég var upprunalega lærður bifvélavirki og vann lengi á árum áður við bílaviðgerðir. Og í dag vinn ég reyndar við það að selja orginal bílavarahluti hjá einu af þessum "hræðilegu" stórfyrirtækjum Íslandi... Ekki í Heklu samt.

BJB Pústþjónustan í Hafnarfirði eru einna ódýrastir hérna í bænum í svona sérsmíði, en annars geturðu eflaust keypt svona aftermarket kerfi í Bílanaust (N1). Þú getur líka athugað ef þú villt Partaland bílapartasöluna á Stórhöfða (567-4100) sem er nánast eingöngu að rífa Mitsubishi jeppa. Faðir minn er með þá partasölu og ef einhver á þetta notað og ódýrt þá er það hann. Ég mæli samt ekki sérstaklega með að kaupa notuð pústkerfi.

Kær kveðja // Guðni

gudni.is, 20.9.2007 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband