Undarlegur Í-listi í atvinnumálum.

StjsyslBæjarfulltrúum Í-listans er tíðrætt um atvinnumál þessa dagana. Tillögur þeirra má lesa á bb.is. En ef skoðaður er meirihlutasamningur D og B lista í Ísafjarðarbæ þá koma ansi margar af tillögunum þar fyrir. Áhugi bæjarfulltrúa minnihlutans á atvinnumálum er greinilega mikill, en þeir geta samt ekki komið með sínar eigin tillögur. Áhugi þeirra á að efla atvinnulíf á vestfjörðum er svo mikill að á bæjarstjórnarfundi á síðasta fimmtudag þar sem fram kom eftirfarandi tillaga meirihlutans. 

 

"Í tilefni af umfjöllun um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, hvetur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ríkisstjórnina til að sjá til þess, að ekki verði í framtíðinni litið fram hjá Vestfjörðum við úthlutun kolefnislosunarkvóta.“ 

Hvað skyldu nú fulltrúar minnihlutans hafa gert ? Tveir voru á móti og tveir sátu hjá. Þetta er afstaða  Í-listans í atvinnumálum. Þeir vilja ekki sjá fyrirtæki sem hugsanlega gæti fært 500 störf til Vestfjarða.

Þá vitum við það......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Jónsson

Hvaða rannsóknir og kannanir hefur þú gert Sveinn sem styðja málflutning þinn að "þið meirihluti landsmanna" viljið ekki olíuhreinsunarstöð? Og hvað vilt þú gera til að efla atvinnulífið á Vestfjörðum? Svaraðu því áður en þú ferð að dæma þennan möguleika niður, en líklega hefur þú engin svör nema "eitthvað annað".

Karl Jónsson, 11.9.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Samkvæmt orðabók er olíuhreinsistöð ekki stóriðja. Hvernig þú færð það út Frank að ekki þurfi heila til að starfa í olíuhreinsistöð veit ég ekki 20% af þessum störfum eru fyrir háskólamenntað fólk, og svo eru iðnaðarmenn stór hluti af starfsmönnum. Eins og ég hef svo oft sagt þér Frank þá geta ekki allir labbað um í Kringlunni, það verða einhverjir að vinna svo aðrir geti slæpst um.

Ingólfur H Þorleifsson, 11.9.2007 kl. 17:47

3 Smámynd: Gló Magnaða

Þessi tillaga skiptir algerlega sköpum í atvinnumálunum í dag. Kolefnislosunarkvódi til Vestfjarða kemur til með að leysa atvinnumálin á nóinu og mun væntanlega koma í staðinn fyrir fiskkvótann sem farið hefur af svæðinu. Þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fá vinnu á morgun og allir geta haldið jólin sómasamlega. Ein stór hamingjusöm fjölskylda. Veiiii............

Grínlaust!      Hvar eru úrbæturnar í atvinnumálum sem við þurfum núna strax? Gerðu bara grín að minnihlutanum sem er að reyna að koma með einhverjar tillögur hvort sem þær eru stolnar eða ekki. Eina sem heyrist frá meirihlutanum er þessi olíuhreinsunarstöð sem er fjarlægur draumur. Allt í lagi að skoða þessi mál en ekki gleyma núinu. Við þurfum fleiri störf NÚNA ekki þegar allir eru farnir.

Gló Magnaða, 12.9.2007 kl. 08:46

4 Smámynd: Karl Jónsson

Sveinn, þú kýst að svara ekki þeirri lykilspurningu hvað þú hafir fyrir þér í því að "þið meirihluti landsmanna" viljið ekki olíuhreinsunarstöð? En það er alveg rétt hjá þér að ferðaþjónustan er í vexti fyrir vestan, en hún er ekki og verður aldrei lausn á atvinnumálum Vestfirðinga. Til þess er hún of veik og til þess er ferðamannatíminn hreinlega of stuttur. Það þarf grunnatvinnustarfsemi fyrir Vestfirði eins og fiskveiðar og vinnsla voru áður fyrr. Og þegar þú talar um að Hornstrandir og sjóstangaveiðin hafi skapað "fjölda" starfa, eru þau ekki af því kalíberi sem jafnast á við störf í olíuhreinsunarstöðinni.

Og ég ítreka þá skoðun mína að ferðaþjónustan hafi tækifæri til að blómstra og eflast sem aldrei fyrr, þegar risastór atvinnuveitandi er kominn á svæðið, með margfeldisáhrif inn í samfélagið og stuðning við margvísleg samfélagsleg verkefni. Og þau verkefni geta alveg verið á sviði ferðaþjónustunnar, ef menn halda rétt á spilunum í samningaviðræðum við þetta fyrirtæki.

Karl Jónsson, 12.9.2007 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband