Tíminn líður líka þegar maður er í fríi.

IMG_1197Nú er komið föstudagskvöld og fríið styttist í annan endann. Við komum heim aðfaranótt fimmtudags í næstu viku. Þetta hefur verið frábær tími hjá okkur öllum. Í dag fórum við til Alicante og versluðum í stórum verslunarhúsum, einar átta eða tíu hæðir held ég. Oddný hitti Zöru vinkonu sína og styrkti hana um slatta af evrum, verslaði skólaföt á krakkana og ýmislegt annað. Ef það er eitthvað sem er leiðinlegra en að fara í Kringluna, þá er það að fara í verslunarleiðangur í 30 stiga hita og sól.

Í gær var bara sólbað á ströndinni og veisla heima í húsi eftir að sólin var sest. Það var vel heitt á manni á ströndinni en það brann engin svo að þetta var fínt.

IMG_1221Á miðvikudaginn fórum við í Polapark sem er tívolí. Þar voru hin ýmsu tæki tekin til kostana og mikið fjör. Þar var einn ljóshærður víkingur í essinu sínu. hann fór í öll tæki sem hægt var að komast í og ef hann var of stuttur þá var pabbi tekinn með. Það voru klessubílar, fjórhjól, trambolín, draugahús og margt fleira. Regína fór nú hægar í sakirnar en prufaði þó hin ýmsu tæki. Það voru þreytt systkin sem fóru í háttinn það kvöld. Um helgina er hátíð í Santa Pola og það er stefnt á að liggja á ströndinni fyrri part dags, og kíkja svo í bæinn á kvöldin. Á mánudag  tókum við svo bílaleigubíla og keyrum eitthvað um þar til við förum heim.

Saludo de Santa Pola......

 IMG_1246

 

 

 

 

 

 

IMG_1248

 

 

 

 

 

 

IMG_1252


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband