19.7.2007 | 19:31
Einræðisríkið Rússland.
Atburðir síðustu mánaða í Rússlandi benda til þess að Vladimír Pútín stefni að því leynt og ljóst að verða einræðisherra. Menn sem ekki eru sammála stjórnvöldum eru annað hvort fangelsaðir eða myrtir. Rússland er að rísa eftir nokkur mögur ár og líklegt að Pútín stefni á að innlima fyrrum lönd Sovétaríkjanna inn í Rússland. Barátta Rússa gegn sjálfstæði sumra landanna benda til að Pútín ætli sér þetta. Hvort að kalt stríð er í uppsiglingu er ekki gott að segja en það er öruggt að ef Rússar fara að herja á önnur fyrrum Sovétlönd, þá verður erfitt fyrir Bandaríkin og NATO að sitja hjá garði.
Rússneski björninn er að vakna.....
![]() |
Pútín: Hægt að binda enda á deilu Rússa og Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heill og sæll, Ingólfur !
Og þó svo sé....................... Bandaríkjamenn eru öngvir alheimslögregla, þótt þeir haldi annað.
Alveg með eindæmum, fylgispektin við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna og leppríkja þeirra, hér og þar; á jörðinni.
Svona,, Ingólfur; farðu að skoða hlutina í réttu ljósi. Veit ekki betur, en Rússar hafi ætíð sýnt Íslendingum fulla virðingu, og vinsemd; gegnum tíðina. A.m.k. þurfum við Íslendingar engu að kvíða, þótt Putín, þessi ágæti forseti þeirra Rússa; taki sér eitthvert einræðisvald. Varla mælir þú með gerfilýðræði Bandaríkjamanna, eða hvað ?
Manstu stjórnarár Francos heitins ríkismarskálks, á Spáni; á sínum tíma. Þá óðu ekki uppi glæpahópar og ruslaralýður, héðan og þaðan, á spænskri grundu, eins og nú tíðkast. Að vísu hefði gamla Katalónía og Baska land átt að vera orðin sjálfstæð; fyrir löngu. En það er nú önnur saga, og ýtarleg.
Með beztu kveðjum, vestur / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 22:41
Nú þykir mér þú vera farinn að færa út kvíarnar Ingólfur!!
Karl Jónsson, 20.7.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.