KFÍ í Serbíu.

kfi-logoKörfuknattleiksmenn frá KFÍ á Ísafirði hafa síðustu viku dvalist í æfingabúðum í Zlatibor í Serbíu. Þetta eru mjög öflugar búðir sem kenndar eru við stofnandann Alekandar Nikolic sem er goðsögn í Evrópskum körfuknattleik. Strákarnir hafa æft sex tíma á dag og spilað leiki á kvöldin og staðið sig mjög vel. Borce Ilievski yfirþjálfari KFÍ sem séð hefur um skipulag þessarar ferðar, er mjög ánægður með hvernig til hefur tekist, og við bindum miklar vonir við þessa stráka í framtíðinni. Fjórir af þessum strákum verða í meistaraflokknum í vetur og eiga vafalitið eftir að standa sig vel. Í gær kom svo Bojan Popovic og borðaði með hópnum ásamt kærustu sinni og fjölskyldu Borce. Þeir geta ekki beðið eftir að koma til baka og hefja undirbúning fyrir næsta tímabil þar sem KFÍ ætlar að mæta sterkt til leiks.Zlatiboraefing

 

 

 

 

 

Áfram KFÍ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Gott að sjá að allir eru brattir fyrir vestan. Gott fólk og kraftmikið sem stendur að körfunni þar.

Var á landsmóti í dag og sá þar þann góða dreng Svein Blöndal slasast að mér sýndist illa. Einhver sagði mér að hann ætlaði að spila fyrir vestan næsta tímabil og það eru gleðitíðindi því ekki skortir hæfileikana hja Svenna.

Vonandi eru þessi meiðsl minniháttar því við viljum öll sjá hann afturí körfu.

Röggi.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 7.7.2007 kl. 20:13

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sæll Röggi.

Fyrstu fréttir af Svenna eru að liðbandið er ekki slitið og vonandi að það sé rétt. þetta kemur betur í ljós á mánudaginn. Ég hef alltaf sagt að Sveinn Blöndal er einn hæfileikaríkasti körfuboltamaður landsins og ég vil ekki hugsa það til enda ef þessi meiðsli eru alvarleg. Arfavitlaust að láta spila á þessum helvítis dúk í Kópavogi. 

Ingólfur H Þorleifsson, 8.7.2007 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband