Keflvíkingar eru ekki hótinu skárri.

Það er nú hálf fyndið að hlusta á Keflvíkingana væla yfir þessu. Ég þekki nú bara til í körfunni og þar svífast þeir einskis til að ná fram sigri. Ég er nokkuð öruggur um að þeir eru sömu hrokagikkirnir í fótboltanum. Ég hef alltaf sagt það að þeir kunna ekki að tapa og ég er viss um að þeir hefðu séð málið í öðru ljósi ef þeir hefðu verið hinum megin við borðið. Þetta mál lyktar af því að Gaui Þórðar dissaði þá nokkrum dögum fyrir mót um árið og það situr enn í hálf könunum. Það sem mér finnst alvarlegast við þetta er að Kristján Guðmundsson sá færi þjálfari setur mann inná til höfuðs Bjarna og hann er greinilega með það eitt að leiðarljósi að meiða manninn, og endaði líka með rautt spjald. Það er aumkunarverðasta útspil í Íslenskum fótbolta til þessa.

Koma nú Keflvíkingar, sýna smá þroska í þessu máli.....

 

 


mbl.is Yfirlýsing frá ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri formaður og varabæjarfulltrúi

Gott að sjá að þú sért hlutlaus í þessu máli og horfir jafnt á báðar hliðar málsins, sýnir mikinn þroska af þinni hálfu.

Hálf kani (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 22:03

2 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Golli!

Þarna ertu að skjóta langt yfir markið. Enda engin leið að horfa á þessi atvik með þeim gleraugum sem þú notast við. Þetta hefur ekkert með hroka eða þroska að gera. Þetta snýst auðvitað bara um að menn hafi ekki rangt við.Hafi keflvíkingar gert eitthvað refsivert þá verður þeim auðvitað refsað. Þannig gerist það bara.

Ég veit að þú berð virðingu fyrir góðum gildum eins og fair play. Þegar menn ákveða að svívirða þá umgengisreglu getur fokið í menn. Orsök og afleiðing skiptir máli en það hjálpar samt ekki keflavík þegar kemur að hugsanlegum refsingum.

Fréttin er óheiðarleiki skagamanna er það ekki? Og þá skiptir engu hversu oft menn segja að það sé keflvíkingum að kenna að Bjarni skoraði markið. Það er ekki óþekkt í lífinu að biðjast afsökunar og leitast við að leiðrétta þó um óviljaverk sé að ræða. Og það jafnvel þó menn bregðist kannski ekki vel við óréttlætinu.

Erum við ósammála?

Rögnvaldur Hreiðarsson, 5.7.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband