Erfið ákvörðun. Gefðu þér tíma Einar.

ekgÞað er alveg ljóst að þessi ákvörðun er mjög erfið og gott mál hjá ráðherra að gefa sér allan þann tíma sem hann telur þurfa til að skoða málið. Hver sem skerðingin verður þá er ljóst að hún kemur til með að taka í hjá mörgum fyrirtækjum, og því þurfa mótvægisaðgerðirnar að vera eitthvað sem skiptir máli. Ég veit að Einar Kristinn anar ekki að neinu og hann veit fullvel hvernig þetta kemur við fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni og því hef ég trú á að hann fari í málið svo að það svíði sem allra minnst. Varðandi tillögur LÍÚ frá í gær þá hefðu þeir getað tekið hausinn upp úr sandinum og boðist til að fara með flottrollin út fyrir landhelgina og stoppa loðnuveiðar í nokkur ár og sjá hverju það skilar. Þeir þurfa að hætta þessu væli um línuívilnun og byggðakvóta þeir hafa sjálfir nóg fyrir sig. Línuívilnun er að virka mjög vel og hefur þorskurskipt sköpum á þeim litlu stöðum þar sem einungis eru gerðir út smábátar.

Hvað kemur á móti.....


mbl.is Ákvörðun um kvóta ekki tekin strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er það sem ég er að segja ef þú gefur þér tíma til að lesa. LÍÚ kemur með fullt af tillögum en eru ekki tilbúnir að gefa eftir af sínu. Annars sé ég ekki að þið í borgríkinu þurfið að hafa áhyggjur, það verður allavega ekki fiskilygt í miðbænum ef loðnan verður friðuð og Faxamjöli lokað.

Ingólfur H Þorleifsson, 3.7.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband