Sturla Böðvarsson

sbVar að lesa viðtalið við Sturlu í Blaðinu í dag. Það skal viðurkennt að þegar prófkjör var haldið fyrir alþingiskosningarnar 2003, þá studdi ég hann ekki. Það var einungis af því að ég þekkti hann ekki þá. Síðan hefur margt breyst og ég kynnst honum persónulega. Hann hefur verið fyrsti þingmaður norðvesturkjördæmis síðan og staðið sig vel sem forystumaður sjálfstæðismanna í kjördæminu, og ég mun hiklaust styðja hann á meðan hann sækist eftir því. Ræðan sem hann flutti á 17 júní á Ísafirði var góð og orð í tíma töluð, á meðan aðrir kjósa að sigla lygnari sjó þá opnar hann umræðuna á hárréttu augnabliki. Hann ætlar greinilega að standa með fólkinu í kjördæminu sínu þegar á móti blæs. Það er vonandi að fleiri fari hans leið og viðurkenni vandann. Hann stóð sig mjög vel sem samgönguráðherra og kom mörgum góðum hlutum í verk sem búið var að bíða eftir allt of lengi. Hann á vafalaust eftir að standa sig vel sem forseti alþingis einnig. Allt tal um að hann sé hugsanlega á leið úr pólitíkinni er vonandi úr lausu lofti gripið, og hann verði áfram foringi sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi.

Virðulegi forseti......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sturla Böðvarsson er kominn af öðlingsfólki svo vonandi býr hann vel af fyrstu gerð. Þegar Sturla hefur talað undanfarin ár hef ég eiginlega aldrei heyrt í  þessum gæðingi. Hann hefur einhvern veginn ekki náð eyrum mínum.
Svo það var komin tími á að  opna sig á réttu augnabliki, jú ræðan var góð á Ísafirði á þjóðhátíðardaginn, vona ég svo sannarlega að hann standi með sínu fólki alla leið. Í næstu kostningum  verði konur úr okkar röðum með honum
í framboði.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.6.2007 kl. 11:25

2 identicon

Ég hef nú ekki haft mikið álit á Sturla undanfarin ár og hef látið það vel í ljós.  Þó svo að hann hafi komið einhverjum málum áfram sem ráðherra, þá var hann alls ekki nógu duglegur að koma verkum á framkvæmdastig, eins og vegakerfi landsins ber augljóslega með sér.  Hinsvegar var ég ánægður og hissa að heyra þessa gagnríni koma frá honum á kvótakerfið, og ekki seinna vænna hjá mönnum að átta sig á því að þetta kerfi er að setja landið í eyði.  Þessvegna þætti mér fróðlegt að vita hvað sjálfstæðismönnum þykir um grein Gunnars Þórðarsonar.  Hann er jú ykkar fulltrúi og andlit.  Er þetta almenn skoðun sjálfstæðismanna ?

Sigurður Hreinsson (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband