Studibaker.

32-studebakerIngólfur afi minn sálugi í Bolungavík átti ásamt þremur vinum sínum fyrsta fólksbílinn í Víkinni. Hann var af gerðinni Studibaker en ég veit ekki hvaða árgerð hann var, en miðað við gamlar myndir sem afi tók fram á góðum stundum þá er þessi á myndinni ekki ósvipaður. ekki man ég nú hverjir áttu hann með honum en Keli á rútunni var einn af þeim. Það var ein gata í víkinni þá til að rúnta og það dugði alveg, og svo var hægt að keyra fram á Skálavíkurheiði. Bíllinn var svo seldur og ég er ekki viss um hvert hann fór. Gaman væri ef einhver vissi hvað varð um hann.

Ek ég um á lettanum og læt mér líða vel......


mbl.is Landsmót Fornbílaklúbbsins sett á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Afi minn átti gamlan Opel (veit ekki hvaða árgerð þó) sem bar nr. X 10.  Það hefði nú verið gaman að sjá hann í bílalestinni.  Hann var ekkert smá flottur  

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 22.6.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann er bara flottur þessi Studi Baker vá ef maður gæti nú átt svona bíl í dag, það er nú ekki hægt að líkja þeim saman,en reyndar
 átti ég letta 1955 módel sjálfskiptan kagga, sá einn um daginn, sagði við
snillingana mína 16 ára skvísur, sjáið svona bíl átti amma einu sinni,  ert ekki að grínast þetta er nú frekar ömurlegur bíll amma. þær eiga eftir að þroskast.  Vonandi finnur þú bílinn  Ingólfur (Golli ) alveg eins og bróðir minn sniðugt.
Keyra fram á Skálavíkurheiði. Það hefur örugglega verið einhver rómantík blönduð þeim ferðum Da Da Ra Da Da Da.  Góða helgi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Sælar stúlkur.

Já það hefur sjálfsagt verið rómantík í þessum ferðum því þessi bíll var kallaður veiðibjallan í daglegu tali svo að það seigir ýmislegt. Þeir félagar áttu ökuskírteini númer 1, 2, 3 og 4 og hafa vafalaust verið miklir töffarar. Afi keyrði ekki síðustu tuttugu árin sem hann lifði en fór alltaf og endurnýjaði skírteinið reglulega.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.6.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband